Rasísk framkoma Griezmann og Dembélé vekur hörð viðbrögð Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Óvissa ríkir um framtíð Dembélé (t.v.) og Griezmann (t.h.) í Katalóníu. NurPhoto via Getty Images/Urbanandsport Myndskeið af Frökkunum Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé, leikmönnum Barcelona, sem lak á netið á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð. Stórfyrirtækin Rakuten og Konami hafa gagnrýnt þá harðlega og Barcelona útilokar ekki að refsa þeim. Myndskeiðið er frá sumrinu 2019 þegar Barcelona lék æfingaleiki í Japan í aðdraganda tímabilsins 2019-20. Frakkarnir tveir fengu þá starfsmenn hótelsins sem þeir gistu á til að aðstoða sig með tæknileg vandræði tengd sjónvarpinu á herberginu. Þeir tóku þá upp myndband þar sem þeir gerðu grín að starfsmönnunum, að þeirra útliti, tungumáli, og spurðu hvort að Japan ætti ekki örugglega að flokkast sem þróað land. Griezmann og Dembélé báðust afsökunar eftir harða gagnrýni sem þeir hlutu eftir birtingu myndbandsins í vikunni. Þar sögðu þeir grínið vera ótengt uppruna starfsfólksins og að þeir hefðu gert samskonar grín sama hvar þeir væru í heiminum. Stórfyrirtæki ósátt Japanska stórfyrirtækið Rakuten er aðalstyrktaraðili Barcelona og prýðir treyjur félagsins. Forseti fyrirtækisins, Hiroshi Makatani, sendi frá sér tilkynningu á Twitter vegna málsins í fyrradag, þar sem hann greindi frá því að Rakuten myndi koma áleiðis formlegum mótmælum til Barcelona vegna málsins. FCB — H. Mikitani (@hmikitani) July 6, 2021 Þá greindi japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami frá því í yfirlýsingu í gær að samningi fyrirtækisins við Griezmann sem andlit Yu-Gi-Oh-spilanna vinsælu, hefði verið rift. Fyrirtækið, sem framleiðir fótboltatölvuleikinn Pro Evolution Soccer, óskaði einnig eftir útskýringum frá leikmönnunum og félaginu, og kallaði eftir einhvers konar aðgerðum. Ekki í línu við gildi félagsins Barcelona brást við þessum áköllum með því að senda frá sér tilkynningu í gær. Þar er hegðun leikmannana fordæmd og þeir stuðningsmenn sem hafi móðgast af gjörðum Frakkana beðnir afsökunar. Látið er fylgja að atvikið hafi átt sér stað í stjórnartíð fyrri stjórnar og forseta, en Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins í ár. Ný stjórn sé áræðin í því að taka á málinu og ganga úr skugga um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Enn fremur er tekið fram að aukin áhersla verði lögð á menntun leikmanna er viðkemur kynþáttum, mismunun og fjölbreytileika, félagið umberi ekki rasisma eða mismunun af neinu tagi. Ekki sé útilokað að leikmennirnir muni sæta refsingu frá félaginu. Ekki fyrsta skipti hjá Griezmann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Griezmann sætir gagnrýni vegna rasisma. Árið 2017 var hann harðlega gagnrýndur fyrir að lita sig svartan (e. blackface) fyrir búningateiti, þar sem hann litaði húð sína svarta frá toppi til táar í NBA All Star-búningi. Griezmann baðst afsökunar á þeirri framgöngu sinni á þeim tíma. Griezmann deildi mynd af sér fyrir búningsteitið í desember 2017.Mynd/Skjáskot Framtíð Frakkanna beggja er talin í óvissu hjá spænska stórliðinu sem glímir við mikil fjárhagsvandræði. Spænskir miðlar hafa greint frá því að Griezmann sé til sölu, fari svo að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning í Katalóníu, en liðið vilji annars halda honum. Samningur Ousmane Dembélé rennur þá út næsta sumar og óvíst hversu langt hann á eftir hjá Barcelona. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Myndskeiðið er frá sumrinu 2019 þegar Barcelona lék æfingaleiki í Japan í aðdraganda tímabilsins 2019-20. Frakkarnir tveir fengu þá starfsmenn hótelsins sem þeir gistu á til að aðstoða sig með tæknileg vandræði tengd sjónvarpinu á herberginu. Þeir tóku þá upp myndband þar sem þeir gerðu grín að starfsmönnunum, að þeirra útliti, tungumáli, og spurðu hvort að Japan ætti ekki örugglega að flokkast sem þróað land. Griezmann og Dembélé báðust afsökunar eftir harða gagnrýni sem þeir hlutu eftir birtingu myndbandsins í vikunni. Þar sögðu þeir grínið vera ótengt uppruna starfsfólksins og að þeir hefðu gert samskonar grín sama hvar þeir væru í heiminum. Stórfyrirtæki ósátt Japanska stórfyrirtækið Rakuten er aðalstyrktaraðili Barcelona og prýðir treyjur félagsins. Forseti fyrirtækisins, Hiroshi Makatani, sendi frá sér tilkynningu á Twitter vegna málsins í fyrradag, þar sem hann greindi frá því að Rakuten myndi koma áleiðis formlegum mótmælum til Barcelona vegna málsins. FCB — H. Mikitani (@hmikitani) July 6, 2021 Þá greindi japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami frá því í yfirlýsingu í gær að samningi fyrirtækisins við Griezmann sem andlit Yu-Gi-Oh-spilanna vinsælu, hefði verið rift. Fyrirtækið, sem framleiðir fótboltatölvuleikinn Pro Evolution Soccer, óskaði einnig eftir útskýringum frá leikmönnunum og félaginu, og kallaði eftir einhvers konar aðgerðum. Ekki í línu við gildi félagsins Barcelona brást við þessum áköllum með því að senda frá sér tilkynningu í gær. Þar er hegðun leikmannana fordæmd og þeir stuðningsmenn sem hafi móðgast af gjörðum Frakkana beðnir afsökunar. Látið er fylgja að atvikið hafi átt sér stað í stjórnartíð fyrri stjórnar og forseta, en Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins í ár. Ný stjórn sé áræðin í því að taka á málinu og ganga úr skugga um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Enn fremur er tekið fram að aukin áhersla verði lögð á menntun leikmanna er viðkemur kynþáttum, mismunun og fjölbreytileika, félagið umberi ekki rasisma eða mismunun af neinu tagi. Ekki sé útilokað að leikmennirnir muni sæta refsingu frá félaginu. Ekki fyrsta skipti hjá Griezmann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Griezmann sætir gagnrýni vegna rasisma. Árið 2017 var hann harðlega gagnrýndur fyrir að lita sig svartan (e. blackface) fyrir búningateiti, þar sem hann litaði húð sína svarta frá toppi til táar í NBA All Star-búningi. Griezmann baðst afsökunar á þeirri framgöngu sinni á þeim tíma. Griezmann deildi mynd af sér fyrir búningsteitið í desember 2017.Mynd/Skjáskot Framtíð Frakkanna beggja er talin í óvissu hjá spænska stórliðinu sem glímir við mikil fjárhagsvandræði. Spænskir miðlar hafa greint frá því að Griezmann sé til sölu, fari svo að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning í Katalóníu, en liðið vilji annars halda honum. Samningur Ousmane Dembélé rennur þá út næsta sumar og óvíst hversu langt hann á eftir hjá Barcelona.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti