Evra með fisk, franskar og fleiri kyndingar í stórfurðulegu myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 09:00 Patrice Evra er enginn venjulegur maður og sannar það í hverju myndbandinu á fætur öðru. Instagram/@patrice.evra Þetta er hvatningarmyndband fyrir enska landsliðið en þetta er líka myndband með frönsku goðsögninni Patrice Evra. Þá er víst von á öllu. Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira