Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 07:31 Chris Paul hefur aldrei orðið NBA meistari þrátt fyrir langan og glæsilegan feril og því hefur félag hans, Phoenix Suns, ekki heldur náð. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira