Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 07:31 Chris Paul hefur aldrei orðið NBA meistari þrátt fyrir langan og glæsilegan feril og því hefur félag hans, Phoenix Suns, ekki heldur náð. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira