Allt í vaskinn á 15. braut Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 21:01 Guðmundur Ágúst átti góðan dag að undanskilinni einni braut. mynd/seth@golf.is Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk í dag leik á Kaskáda Golf Challenge-mótinu í Tékklandi. Ein einkar slæm hola fór illa með annars góðan hring kylfingsins. Guðmundur Ágúst hafði leikið feykivel á fyrstu tveimur hringjunum á fimmtudag og föstudag sem hann fór samtals á fimm höggum undir pari. Honum fataðist aðeins flugið á laugardaginn þar sem hann fór hringinn á fimm höggum yfir pari og var því á pari í heildina fyrir daginn í dag. Hann fór vel af stað, fékk fjóra fugla á fyrstu tíu brautunum, og var á fjórum höggum undir pari eftir einn fugl til viðbótar og einn skolla þegar komið var á 15. braut. Þar virðist margt hafa farið úrskeiðis. Um er að ræða par 5 braut sem Guðmundur hafði farið á pari á fyrsta hring og fengið fugl bæði föstudag og laugardag. Höggin á holunni í dag voru hins vegar tíu talsins og Guðmundur því kominn á eitt högg yfir parið. Skolli á 16. braut í kjölfarið þýddi að hann fór hringinn á tveimur yfir pari, sem var jafnframt heildarskor hans í mótinu og lauk hann keppni í 57. sæti. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst hafði leikið feykivel á fyrstu tveimur hringjunum á fimmtudag og föstudag sem hann fór samtals á fimm höggum undir pari. Honum fataðist aðeins flugið á laugardaginn þar sem hann fór hringinn á fimm höggum yfir pari og var því á pari í heildina fyrir daginn í dag. Hann fór vel af stað, fékk fjóra fugla á fyrstu tíu brautunum, og var á fjórum höggum undir pari eftir einn fugl til viðbótar og einn skolla þegar komið var á 15. braut. Þar virðist margt hafa farið úrskeiðis. Um er að ræða par 5 braut sem Guðmundur hafði farið á pari á fyrsta hring og fengið fugl bæði föstudag og laugardag. Höggin á holunni í dag voru hins vegar tíu talsins og Guðmundur því kominn á eitt högg yfir parið. Skolli á 16. braut í kjölfarið þýddi að hann fór hringinn á tveimur yfir pari, sem var jafnframt heildarskor hans í mótinu og lauk hann keppni í 57. sæti.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira