Vonarstjarna Spánverja „eins og hann sé fertugur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 19:30 Pedri hefur farið mikinn á EM í sumar. Vísir/UEFA via Getty Images Pedri, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, mun verða einn af bestu leikmönnum í sögu Spánar ef marka má liðsfélaga hans í spænska landsliðinu, Alvaro Morata. Pedri er aðeins 18 ára gamall og hefur fylgt fyrsta tímabili sínu með Barcelona vel eftir á yfirstandandi Evrópumóti með þeim spænsku. Pedri hefur byrjað hvern einasta leik á mótinu á meðan menn eins og Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool, og Rodri, leikmaður Manchester City, verma tréverkið. Morata hefur sömuleiðis verið í burðarhlutverki hjá spænska liðinu á EM en hann ausir lofi yfir leikmanninn unga. „Pedri heillaði mig mjög. Hann spilar og er eins og hann sé 40 ára gamall. Það eru leikmenn sem þurfa langan tíma til að ná tökum á tilfinningum sínum, takast á við pressu, og styrkja sig andlega, en svo eru aðrir sem hafa það í eðli sínu.“ „Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að kaupa, en getur bætt með tímanum - persónuleika og viðhorfið sem maður hefur, og það eru fáir sem hafa það til staðar. Vonandi verður hann heppinn með meiðsli vegna þess að hann verður án efa einn besti leikmaðurinn í sögu Spánar.“ sagði Morata. Pedri og Morata verða ásamt liðsfélögum sínum í eldlínunni þegar 8-liða úrslit EM fara af stað með leik Spánar og Sviss í St. Pétursborg á morgun. Spánn vann magnaðan 5-3 sigur á Króatíu eftir framlengdan leik í 16-liða úrslitunum en Svisslendingar unnu ekki síður dramatískan sigur á heimsmeisturum Frakka eftir vítaspyrnukeppni. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 16:00 á morgun en EM í dag hefur upphitun klukkan 15:20 á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Pedri er aðeins 18 ára gamall og hefur fylgt fyrsta tímabili sínu með Barcelona vel eftir á yfirstandandi Evrópumóti með þeim spænsku. Pedri hefur byrjað hvern einasta leik á mótinu á meðan menn eins og Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool, og Rodri, leikmaður Manchester City, verma tréverkið. Morata hefur sömuleiðis verið í burðarhlutverki hjá spænska liðinu á EM en hann ausir lofi yfir leikmanninn unga. „Pedri heillaði mig mjög. Hann spilar og er eins og hann sé 40 ára gamall. Það eru leikmenn sem þurfa langan tíma til að ná tökum á tilfinningum sínum, takast á við pressu, og styrkja sig andlega, en svo eru aðrir sem hafa það í eðli sínu.“ „Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að kaupa, en getur bætt með tímanum - persónuleika og viðhorfið sem maður hefur, og það eru fáir sem hafa það til staðar. Vonandi verður hann heppinn með meiðsli vegna þess að hann verður án efa einn besti leikmaðurinn í sögu Spánar.“ sagði Morata. Pedri og Morata verða ásamt liðsfélögum sínum í eldlínunni þegar 8-liða úrslit EM fara af stað með leik Spánar og Sviss í St. Pétursborg á morgun. Spánn vann magnaðan 5-3 sigur á Króatíu eftir framlengdan leik í 16-liða úrslitunum en Svisslendingar unnu ekki síður dramatískan sigur á heimsmeisturum Frakka eftir vítaspyrnukeppni. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 16:00 á morgun en EM í dag hefur upphitun klukkan 15:20 á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira