CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 07:30 Leikmenn Phoenix Suns eru búnir að tryggja sér einn titil, sem vesturdeildarmeistarar, en ætla sér að sjálfsögðu að verða NBA-meistarar. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira