Liðin mættust á Wembley og eftir að leikar voru markalausir í hálfleik gerðu Englendingar tvö mörk í síðari hálfleiknum.
Raheem Sterling kom Englandi yfir með sínu þriðja marki á mótinu og Harry Kane gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok.
Rúmlega 40 þúsund áhorfendur studdu all hressilega við bakið á sínum mönnum í Lundúnum og þeir voru heldur betur glaðir í leikslok.
Mörkin og fagnaðarlæti Englendinga má sjá hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.