Um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir Tindastólsliðið sem var sópað út af Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppni Dominos-deildarinnar nú í vor.
Sigtryggur Arnar lék síðast með Tindastóli veturinn 2017-2018 og átti stóran þátt í fyrsta stóra titli liðsins þegar það varð bikarmeistari.
Arnar, eins og hann er kallaður, hefur leikið á Spáni síðustu misseri eftir að hafa verið tvö tímabil hjá Grindavík. Tindastóll hafði áður fengið Sigurð Gunnar Þorsteinsson frá Hetti og ljóst að kjarni íslenskra leikmanna liðsins ætti að hafa stóreflst.
Síðast þegar Arnar spilaði í Dominos-deildinni skoraði hann 17,8 stig að meðaltali í leik, tok 3,9 fráköst og gaf 3,7 stoðsendingar.