Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Yann Sommer varði síðustu vítaspyrnuna frá Kylian Mbappe.
Ansi mörg falleg tilþrif litu dagsins ljós í þessum stórskemmtilega leik í kvöld og þar á meðal fyrsta mark Karim Benzema.
Hann tók boltann stórkostlega með sér og kom boltanum fram hjá Sommer en það var ekki það eina fallega við leik Frakka í kvöld.
Paul Pogba skoraði einnig glæsilegt mark en öll mörk leiksins í kvöld sem og vítaspyrnukeppnina í lýsingu Kristins Kjærnested má sjá hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.