Mason Mount og Ben Chilwell hafa veriðí sóttkví eftir að hafa spjallað við Billy Gilmour eftir leik Englands og Skota.
Gilmour greindist með kórónuveiruna daginn eftir og því voru samherjarnir hjá Chelsea skikkaðir í sóttkví en sóttkvínni lýkur á miðnætti.
Þeir hafa æft einir á öðrum velli en samherjar sínar í enska landsliðinu á St. George's Park æfingasvæði Englands.
Ólíklegt er að Chilwell byrji en miðjumaðurinn Mount gæti hins vegar komið beint inn í byrjunarlið Gareths Southgate.
Hann var í byrjunarliðinu gegn Króatíu og Skotlandi en missti af leiknum gegn Tékkum vegna sóttkvínnar.
Leikur England og Þýskalands hefst klukkan 16.00 á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM.
England still without Mason Mount and Ben Chilwell at Monday's training session...but the Chelsea midfielder could START against Germany https://t.co/kJH0FAeqRN
— MailOnline Sport (@MailSport) June 28, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.