„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 14:31 Geir Ólafsson söngvari var gestur í Bítinu í dag. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira