Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna grípur inn í alvarlegt hungur Heimsljós 28. júní 2021 11:42 Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. UNICEF/Roger LeMoyne Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ráðstafaði á dögunum tæplega 17 milljörðum íslenskra króna – 135 milljónum bandarískra dala – til að efla mannúðaraðgerðir í tólf löndum í Afríku, Ameríku og Miðausturlöndum. Gögn sem birt voru fyrr í mánuðinum sýndu að 350 þúsund einstaklingar drógu fram lífið við aðstæður sem eru sambærilegar hungursneyð. „Hungursneyð skýtur upp kollinum á nokkrum stöðum núna, svo það má enginn tími fara til spillis. Þessi CERF úthlutun gæti skilið á milli lífs og dauða fyrir milljónir manna sem treysta á aðstoð til að lifa af. Með þessum fjármunum getum við veitt nauðsynjar eins og hreint vatn, skjól og mat fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda, á þeim tíma sem þörfin er mest aðkallandi,“ segir Mark Lowcock, mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna. Ástandið er alvarlegast í Tigray héraði í Eþíópíu en hungursneyð er yfirvofandi í Búrkina Fasó, suðurhluta Madagaskar, norðausturhluta Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Einnig verður fjármunum varið til hjálparsamtaka í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Venesúela, Tjad, Afganistan, Kamerún og Mósambík. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Respone Fund, CERF) er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Ákvarðanir um úthlutun undirfjármagnaðs neyðarástands byggist á ítarlegri greiningu á meira en 70 mannúðarvísum og víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent
Gögn sem birt voru fyrr í mánuðinum sýndu að 350 þúsund einstaklingar drógu fram lífið við aðstæður sem eru sambærilegar hungursneyð. „Hungursneyð skýtur upp kollinum á nokkrum stöðum núna, svo það má enginn tími fara til spillis. Þessi CERF úthlutun gæti skilið á milli lífs og dauða fyrir milljónir manna sem treysta á aðstoð til að lifa af. Með þessum fjármunum getum við veitt nauðsynjar eins og hreint vatn, skjól og mat fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda, á þeim tíma sem þörfin er mest aðkallandi,“ segir Mark Lowcock, mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna. Ástandið er alvarlegast í Tigray héraði í Eþíópíu en hungursneyð er yfirvofandi í Búrkina Fasó, suðurhluta Madagaskar, norðausturhluta Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Einnig verður fjármunum varið til hjálparsamtaka í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Venesúela, Tjad, Afganistan, Kamerún og Mósambík. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Respone Fund, CERF) er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Ákvarðanir um úthlutun undirfjármagnaðs neyðarástands byggist á ítarlegri greiningu á meira en 70 mannúðarvísum og víðtæku samráði við hagsmunaaðila.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent