Liðin mætast í sextán liða úrslit Evrópumótsins á þriðjudaginn og Declan Rice segir að þeir ensku þurfi ekkert að óttast.
„Hvað eigum við að hræðast? Það er klárt að þeir eru með góða leikmenn en þetta er bara fótbolti,“ sagði rólegur Rice.
„Þetta eru 90 mínútur og við erum með leikmenn sem geta unnið leikinn og svo eru þeir með leikmenn sem geta unnið leikina fyrir þá.“
Rice hefur byrjað fyrstu þrjá leiki Englands og hann segist bjartsýnn sem og samherjar hans.
„Þetta verður stríð sem við verðum tilbúnir í og við erum bjartsýnir,“ bætti Rice við.
Leikur Englands og Þýskaland hefst á þriðjudaginn klukkan 16.00.
England's @_DeclanRice jokes that he has been a "lost soul" without the company of #ENG team-mate @masonmount_10, who has been in self-isolation under coronavirus protocols 💔😂 pic.twitter.com/GMiqiMZj8e
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 25, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.