Segir Klopp hafa dregið úr rígnum og sent broskall Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 08:30 Jordan Henderson í pílukasti eftir að hafa setið fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Getty/Carl Recine Fornir fjendur mætast á Wembley á þriðjudagskvöld þegar England og Þýskaland eigast við á EM. Jordan Henderson segir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp hafa dregið úr rígnum á milli þjóðanna. England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira