Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 16:30 Þessir hressu stuðningsmenn Frakka mættu á leikinn við Ungverjaland í Búdapest, öfugt við sexmenningana sem flugu óvart til Búkarest. Getty/Nick England Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina. Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn