Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 14:45 Cristiano Ronaldo og Toni Kroos eiga báðir á hættu að ljúka keppni á EM í kvöld. EPA/HUGO DELGADO Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira