Hörður Axel ræddi atvikið þegar hann skemmdi tölvuna hans Rikka G Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 11:32 Hörður Axel Vilhjálmsson sést hér ræða málin í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Skjámynd/S2 Sport Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, mætti ekkert syngjandi glaður á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir sigur Keflvíkinga í gær. Góður sigur en Keflavík en ennþá undir í einvíginu. Hörður Axel og félagar urðu að vinna þriðja leikinn í gær því annars væri tímabilið búið. Þeir svöruðu þeirri pressu með fjórtán stiga sigri þar sem Hörður var með 11 stig og 9 stoðsendingar. Benedikt Guðmundsson skaut aðeins á Hörð Axel þegar var mjög rólegur og yfirvegaður eftir fyrstu spurningu Kjartans Atla. „Ekki alveg missa þig í gleðinni,“ sagði Benedikt léttur og fékk að launum fyrsta brostið frá Herði. „Við erum ennþá 2-1 undir og það er ekkert til að vera hoppandi kátur yfir eins og er. Við keyptum okkur líflínu í dag að fá að spila á föstudaginn líka. Það er léttir,“ sagði Hörður Axel. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hörður Axel ræðir leik þrjú Keflavík vann átján leiki í röð og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en var síðan allt í einu komið 2-0 undir í úrslitareinvíginu. „Það hlýtur að vera pínu áskorun, hafandi spilað jafnvel og þið gerðuð og verið jafn smurð sóknar- og varnarvél eins og þið hafið verið, að fá þetta högg að tapa tveimur leikjum í röð. Þið hljótið að hafa farið djúpt ó skotgrafirnar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Já algjörlega. Það er ástæðan fyrir því af hverju við vorum hálfvankaðir ennþá í leik tvö. Við unnum átján leiki í röð og svo ertu sleginn svona fast niður. Við náðum ekki að jafna okkur á því fyrr en núna fannst mér þegar við spilum mestmegnis okkar leik,“ sagði Hörður Axel. Hörður Axel fór yfir leik Keflavíkurliðsins, hvað breyttist milli frá leik eitt og tvö og hverjir voru að skila til liðsins í sigrinum í gær. Hann ræddi líka atvik frá því fyrri hálfleiknum. Rikki G, sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport, sendi Herði góða kveðju þegar hann var í viðtalinu. Hún var þó ekki rafræn því tölvan hans Rikka G er úti eftir sendingu frá Herði Axel í leiknum. Hörður Axel var þó fljótur að benda á það að þetta var Calvin Burks Jr. að kenna sem átti að vera kominn upp samkvæmt leikkerfinu sem var í gangi. Leikstjórnandanum var þó ekki alveg sama þegar hann áttaði sig á því að hann hefði skemmt tölvuna hans Ríkharð Guðnasonar. Það má sjá allt viðtalið við Hörð Axel og atvikið þegar hann skemmdi tölvu Rikka G í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Hörður Axel og félagar urðu að vinna þriðja leikinn í gær því annars væri tímabilið búið. Þeir svöruðu þeirri pressu með fjórtán stiga sigri þar sem Hörður var með 11 stig og 9 stoðsendingar. Benedikt Guðmundsson skaut aðeins á Hörð Axel þegar var mjög rólegur og yfirvegaður eftir fyrstu spurningu Kjartans Atla. „Ekki alveg missa þig í gleðinni,“ sagði Benedikt léttur og fékk að launum fyrsta brostið frá Herði. „Við erum ennþá 2-1 undir og það er ekkert til að vera hoppandi kátur yfir eins og er. Við keyptum okkur líflínu í dag að fá að spila á föstudaginn líka. Það er léttir,“ sagði Hörður Axel. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hörður Axel ræðir leik þrjú Keflavík vann átján leiki í röð og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en var síðan allt í einu komið 2-0 undir í úrslitareinvíginu. „Það hlýtur að vera pínu áskorun, hafandi spilað jafnvel og þið gerðuð og verið jafn smurð sóknar- og varnarvél eins og þið hafið verið, að fá þetta högg að tapa tveimur leikjum í röð. Þið hljótið að hafa farið djúpt ó skotgrafirnar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Já algjörlega. Það er ástæðan fyrir því af hverju við vorum hálfvankaðir ennþá í leik tvö. Við unnum átján leiki í röð og svo ertu sleginn svona fast niður. Við náðum ekki að jafna okkur á því fyrr en núna fannst mér þegar við spilum mestmegnis okkar leik,“ sagði Hörður Axel. Hörður Axel fór yfir leik Keflavíkurliðsins, hvað breyttist milli frá leik eitt og tvö og hverjir voru að skila til liðsins í sigrinum í gær. Hann ræddi líka atvik frá því fyrri hálfleiknum. Rikki G, sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport, sendi Herði góða kveðju þegar hann var í viðtalinu. Hún var þó ekki rafræn því tölvan hans Rikka G er úti eftir sendingu frá Herði Axel í leiknum. Hörður Axel var þó fljótur að benda á það að þetta var Calvin Burks Jr. að kenna sem átti að vera kominn upp samkvæmt leikkerfinu sem var í gangi. Leikstjórnandanum var þó ekki alveg sama þegar hann áttaði sig á því að hann hefði skemmt tölvuna hans Ríkharð Guðnasonar. Það má sjá allt viðtalið við Hörð Axel og atvikið þegar hann skemmdi tölvu Rikka G í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn