Rafmagnið fór í úrslitaleik en stelpurnar buðu upp á „danseinvígi“ í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 12:31 Það er alltaf gaman í liði Haley Jones, innan sem utan vallar. Hún varð háskólameistari í vor og Ameríkumeistari um helgina. Getty/C. Morgan Engel Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér sigur í Ameríkukeppni um helgina með sigri á Púertó Ríkó í úrslitaleik en úrslitaleiksins verður kannski minnst fyrir annað en körfubolta. Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Körfubolti Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021
Körfubolti Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira