Hatar nútímafótbolta: „Vildi að VAR væri ekki til“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 20:00 Thiago segir tíunda svokölluðu vera útdauða. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool á Englandi og spænska landsliðsins, segist ekki hrifinn af nútímafótbolta. Tæknin sé skaðleg og einstaklingsgæði fái ekki lengur að njóta sín. Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira