Mögnuð endurkoma í sögulegum sigri Clippers - Oddaleikur framundan í Philadelphiu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 09:30 Terance Mann og Reggie Jackson fóru báðir mikinn í sögulegum sigri Clippers. Getty Images/Kevork Djansezian Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tryggðu sæti sitt í úrslitum Vesturdeildarinnar og Philadelphia 76ers héldu vonum sínum á lífi með naumum sigri á Atlanta Hawks austanmegin. Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum. NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum.
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira