Jón Viðar hraunar yfir Kötlu: Ein og hálf stjarna Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 23:10 Jón Viðar fer ófögrum orðum um Kötlu: „Nú virðist Balti telja sig vera orðinn sálfræðileikstjóri, svona eins og Ingmar Bergman (kannski Bergman afturgenginn úr jökulsprungu?! - þetta síðasta á að vera djók en það skilst ekki nema þið hafið haft ykkur í gegnum þessa steypu) því að steypa er það.“ Vísir/RÚV Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper. Jón Viðar segir þáttinn „mesta fyrirgang sem sést hafi í íslensku sjónvarpi“ - Katla fær einkunnina 2 á skalanum 1 til 10 hjá gagnrýnandum þrautreynda. Af fimm stjörnum fengi hún eina og hálfa, skrifar hann á Facebook. Allir átta þættir fyrstu seríunnar birtust á Netflix á þjóðhátíðardaginn og hafa almennt vakið jákvæð viðbrögð áhorfenda. Á IMDB eru stjörnurnar 7,7 af 10. Jón Viðar tekur síst undir þann dóm almennings, og gengur svo langt að segjast sjá á eftir þjóðhátíðarkvöldinu sem fór í að horfa á þáttinn. Hann talar um ærandi hávaða, yfirþyrmandi tónlist og læti. „Leikmynd og myndataka auðvitað smart eins og við er að búast - en til hvers er að vera smart ef hið mannlega drama nær ekki máli - og því fer víðs fjarri að það geri það hér.“ Sagan er að sögn Jóns Viðars þunglamaleg og dugar ekki í sjónvarpsseríu. „Síðasti þátturinn, þegar höfundurinn hnýtir loks saman þræðina sem hafa verið að þvælast hver um annan í fyrri þáttum, er svo stórkostlegt melódrama að leitun er á öðru eins, jafnvel í hinni fábrotnu og á margan hátt ófrumlegu kvikmyndamenningu okkar Íslendinga.“ Þótt hinn leikræni þáttur sé góður að mati Jóns Viðars er lokaeinkunn sú sem að ofan er getið. Framleiðslan er eins og gefur að skilja í Netflix-verkefni á nokkuð háu plani en Jón Viðar telur að farið hafi fé betra. „Það er sorglegt að sjá svona mikilli fagkunnáttu og svona miklum fjármunum sóað í svo lítilfjörlegt efni.“ Í grein á Vísi í dag var tekin saman gagnrýni úr ýmsum áttum. Þar lofuðu margir umhverfið, jökulinn og drungann, en að sama skapi var algengt að rætt væri um að efnið væri helst til seigfljótandi og krefðist nokkurrar þolinmæði af áhorfandanum. Katla er sálfræðilegur vísindaskáldskapur úr smiðju Baltasar Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar og eru allir þættirnir á íslensku. Það eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum. Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Menning Tengdar fréttir „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Jón Viðar segir þáttinn „mesta fyrirgang sem sést hafi í íslensku sjónvarpi“ - Katla fær einkunnina 2 á skalanum 1 til 10 hjá gagnrýnandum þrautreynda. Af fimm stjörnum fengi hún eina og hálfa, skrifar hann á Facebook. Allir átta þættir fyrstu seríunnar birtust á Netflix á þjóðhátíðardaginn og hafa almennt vakið jákvæð viðbrögð áhorfenda. Á IMDB eru stjörnurnar 7,7 af 10. Jón Viðar tekur síst undir þann dóm almennings, og gengur svo langt að segjast sjá á eftir þjóðhátíðarkvöldinu sem fór í að horfa á þáttinn. Hann talar um ærandi hávaða, yfirþyrmandi tónlist og læti. „Leikmynd og myndataka auðvitað smart eins og við er að búast - en til hvers er að vera smart ef hið mannlega drama nær ekki máli - og því fer víðs fjarri að það geri það hér.“ Sagan er að sögn Jóns Viðars þunglamaleg og dugar ekki í sjónvarpsseríu. „Síðasti þátturinn, þegar höfundurinn hnýtir loks saman þræðina sem hafa verið að þvælast hver um annan í fyrri þáttum, er svo stórkostlegt melódrama að leitun er á öðru eins, jafnvel í hinni fábrotnu og á margan hátt ófrumlegu kvikmyndamenningu okkar Íslendinga.“ Þótt hinn leikræni þáttur sé góður að mati Jóns Viðars er lokaeinkunn sú sem að ofan er getið. Framleiðslan er eins og gefur að skilja í Netflix-verkefni á nokkuð háu plani en Jón Viðar telur að farið hafi fé betra. „Það er sorglegt að sjá svona mikilli fagkunnáttu og svona miklum fjármunum sóað í svo lítilfjörlegt efni.“ Í grein á Vísi í dag var tekin saman gagnrýni úr ýmsum áttum. Þar lofuðu margir umhverfið, jökulinn og drungann, en að sama skapi var algengt að rætt væri um að efnið væri helst til seigfljótandi og krefðist nokkurrar þolinmæði af áhorfandanum. Katla er sálfræðilegur vísindaskáldskapur úr smiðju Baltasar Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar og eru allir þættirnir á íslensku. Það eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Menning Tengdar fréttir „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32
Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53