Seldi Bubba húsið með því skilyrði að fá frímiða á alla tónleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:30 Feðgarnir Rúnar Gunnarsson (t.v.) og Gunnar Gunnarsson (t.h.) með Bubba fyrir framan húsið sem hann keypti af honum Gunnari. Gunnar Gunnarsson Gunnar Kr. Gunnarsson, 83 ára Seltirningur, seldi ástsæla tónlistarmanninum Bubba húsið sitt á dögunum. Eitt af þeim skilyrðum sem Gunnar setti við söluna var að hann fengi miða á alla tónleika Bubba það sem eftir er ævinnar. „Þetta leiddi hvað af öðru við eldhúsborðið að ég yrði fastagestur á tónleikum hjá honum framvegis. Það var bara samþykkt strax. Og sonurinn, yngsti, hann Rúnar fer í sama pakka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Auk þess að fá miða á alla tónleika Bubba fær hann óskalag á tónleikunum, eða öllu heldur aukalag, sem Bubbi lætur ekki eftir neinum öðrum. Uppáhaldslagið hans í 75 ár Gunnar mætti á tónleika Bubba núna á miðvikudaginn þar sem Bubbi spilaði óskalag fyrir Gunnar. „Þeir spila og spila og aldrei kemur lagið mitt og þegar hann kveður þá fyrst fatta ég að það sem hann kallar aukalag ákvað hann strax í byrjun að yrði lokalag. Það verður fyrir bragðið helmingi lengra því hann notar lagið til að kynna sína átta manna hljómsveit. Allir tóku sín sóló,“ segir Gunnar. Lagið, When The Saints Go Marching In, hefur verið uppáhalds lag Gunnars í um 75 ár. „Pabbi minn hlustaði alltaf á Dixieland-tónlist og ég smitaðist af því og Dixieland- og Sál-mússík er mín mússík. Þetta lag hefur alla tíð verið mitt uppáhalds. En að hlusta á það á svona tónleikum, í svona reggí-útsetningu, það er svolítið sérstakt,“ segir Gunnar. Hann segir Bubba hafa sent sér póst fyrir tónleikana og tilkynnt honum það að hann hefði fundið útgáfu af laginu í flutningi Louis Armstrong sem hann hygðist yfirfæra í reggítóna. „Fyrir bragðið verður lagið fallegra, betra og skemmtilegra en ég hef nokkurn tíma heyrt það,“ segir Gunnar. „Ef þú heyrir það myndirðu falla í sömu gildruna.“ „Ég held hann eigi eftir að spila það aftur fyrir mig.“ „Hann er miklu elskulegri en margur heldur“ Gunnar segist mikill Bubba aðdáandi, sérstaklega eftir að hann kynntist tónlistarmanninum. „Ákveðin tímabil hjá Bubba eru alveg toppurinn hjá mér. Mörg af hans lögum eru alveg óaðfinnanleg. Hann segir svo oft sögur í textunum sínum,“ segir Gunnar. „Mér finnst hann þrælmerkileg persóna, sérstaklega eftir að ég kynntist honum.“ Þeir félagarnir kynntust í húsabraskinu fyrir um sex mánuðum síðan og segir Gunnar allt ferlið hafa verið ánægjulegt. „Hann er miklu elskulegri en margur heldur og konan hans er alveg jafn elskuleg,“ segir Gunnar. Bubbi og Gunnar sitja hér saman.Gunnar Gunnarsson Hannaði og smíðaði húsið sjálfur Hann segir ýmislegt við húskaupin hafa verið ánægjulegt. Eiginkona Gunnars lagði mikla rækt við garðinn þeirra og Bubbi er þekktur rósaræktandi. „Hann var byrjaður að setja niður plöntur áður en hann fékk húsið afhent. Þannig að samkomulagið í gegn um þessa sölu var ljúft og skemmtilegt. Og það var skemmtilegt að kynnast honum. Ég fékk enn meira álit á honum eftir að ég kynntist honum,“ segir Gunnar. „En ég held að hvernig hann útfærði þetta lag, það hækkar bara hans gæðakvóta finnst mér. Þetta er eitt það albesta sem ég hef heyrt um æfina.“ Gunnar hannaði og smíðaði húsið sjálfur fyrir 34 árum síðan. „Húsið er sérlega fallegt og ég veit að hann elskar það. Hann er með herbergi í kjallaranum sérstaklega fyrir sig og ég veit að hann á eftir að njóta þess,“ segir Gunnar. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast honum því maður sér bara svona fólk í fjarska og það er gott þegar maður kynnist fallegum persónum. Hann er betri en margir halda og inn við beinið virkilega góður maður.“ Tónlist Seltjarnarnes Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Þetta leiddi hvað af öðru við eldhúsborðið að ég yrði fastagestur á tónleikum hjá honum framvegis. Það var bara samþykkt strax. Og sonurinn, yngsti, hann Rúnar fer í sama pakka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Auk þess að fá miða á alla tónleika Bubba fær hann óskalag á tónleikunum, eða öllu heldur aukalag, sem Bubbi lætur ekki eftir neinum öðrum. Uppáhaldslagið hans í 75 ár Gunnar mætti á tónleika Bubba núna á miðvikudaginn þar sem Bubbi spilaði óskalag fyrir Gunnar. „Þeir spila og spila og aldrei kemur lagið mitt og þegar hann kveður þá fyrst fatta ég að það sem hann kallar aukalag ákvað hann strax í byrjun að yrði lokalag. Það verður fyrir bragðið helmingi lengra því hann notar lagið til að kynna sína átta manna hljómsveit. Allir tóku sín sóló,“ segir Gunnar. Lagið, When The Saints Go Marching In, hefur verið uppáhalds lag Gunnars í um 75 ár. „Pabbi minn hlustaði alltaf á Dixieland-tónlist og ég smitaðist af því og Dixieland- og Sál-mússík er mín mússík. Þetta lag hefur alla tíð verið mitt uppáhalds. En að hlusta á það á svona tónleikum, í svona reggí-útsetningu, það er svolítið sérstakt,“ segir Gunnar. Hann segir Bubba hafa sent sér póst fyrir tónleikana og tilkynnt honum það að hann hefði fundið útgáfu af laginu í flutningi Louis Armstrong sem hann hygðist yfirfæra í reggítóna. „Fyrir bragðið verður lagið fallegra, betra og skemmtilegra en ég hef nokkurn tíma heyrt það,“ segir Gunnar. „Ef þú heyrir það myndirðu falla í sömu gildruna.“ „Ég held hann eigi eftir að spila það aftur fyrir mig.“ „Hann er miklu elskulegri en margur heldur“ Gunnar segist mikill Bubba aðdáandi, sérstaklega eftir að hann kynntist tónlistarmanninum. „Ákveðin tímabil hjá Bubba eru alveg toppurinn hjá mér. Mörg af hans lögum eru alveg óaðfinnanleg. Hann segir svo oft sögur í textunum sínum,“ segir Gunnar. „Mér finnst hann þrælmerkileg persóna, sérstaklega eftir að ég kynntist honum.“ Þeir félagarnir kynntust í húsabraskinu fyrir um sex mánuðum síðan og segir Gunnar allt ferlið hafa verið ánægjulegt. „Hann er miklu elskulegri en margur heldur og konan hans er alveg jafn elskuleg,“ segir Gunnar. Bubbi og Gunnar sitja hér saman.Gunnar Gunnarsson Hannaði og smíðaði húsið sjálfur Hann segir ýmislegt við húskaupin hafa verið ánægjulegt. Eiginkona Gunnars lagði mikla rækt við garðinn þeirra og Bubbi er þekktur rósaræktandi. „Hann var byrjaður að setja niður plöntur áður en hann fékk húsið afhent. Þannig að samkomulagið í gegn um þessa sölu var ljúft og skemmtilegt. Og það var skemmtilegt að kynnast honum. Ég fékk enn meira álit á honum eftir að ég kynntist honum,“ segir Gunnar. „En ég held að hvernig hann útfærði þetta lag, það hækkar bara hans gæðakvóta finnst mér. Þetta er eitt það albesta sem ég hef heyrt um æfina.“ Gunnar hannaði og smíðaði húsið sjálfur fyrir 34 árum síðan. „Húsið er sérlega fallegt og ég veit að hann elskar það. Hann er með herbergi í kjallaranum sérstaklega fyrir sig og ég veit að hann á eftir að njóta þess,“ segir Gunnar. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast honum því maður sér bara svona fólk í fjarska og það er gott þegar maður kynnist fallegum persónum. Hann er betri en margir halda og inn við beinið virkilega góður maður.“
Tónlist Seltjarnarnes Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira