Króli og Rakel Björk gefa út dansmyndbandið Smellum saman Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2021 10:11 Pipar\TBWA framleiddi Smellum saman myndbandið í samstarfi við Republik Í dag kom út nýtt lag og myndband frá Króla og Rakel Björk. Um er að ræða kraftmikinn sumarsmell um ástina, lífið og mikilvægi þess að smella saman. Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Króli og Rakel Björk - Smellum saman Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman. Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í sautjánda sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið. Með einum smelli Myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, vekur vonandi jákvæðar hugrenningar sem fá okkur til að spenna beltin og komast í fyrsta sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli getum við komist í sigursætið. Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinsyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að okkur öllum að dansa! „Smellum saman í allt sumar og um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu um lagið, sem má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Textann má sjá hér fyrir neðan. Öll við þráum sannarlega tryggð og traust, við trúum því að öryggið sé endalaust, en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að. Svo er nú það. Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg. Léttúðin er sannarlega hættuleg. Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð, á þessum skrjóð. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Nýtum þennan yndislega dýrðardag og drífum okkur tvö í þetta ferðalag. Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór og hann er mjór. Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd, hinum megin sólarljós og ókunn lönd. Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst og það er möst. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Tónlist Umferðaröryggi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Króli og Rakel Björk - Smellum saman Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman. Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í sautjánda sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið. Með einum smelli Myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, vekur vonandi jákvæðar hugrenningar sem fá okkur til að spenna beltin og komast í fyrsta sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli getum við komist í sigursætið. Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinsyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að okkur öllum að dansa! „Smellum saman í allt sumar og um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu um lagið, sem má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Textann má sjá hér fyrir neðan. Öll við þráum sannarlega tryggð og traust, við trúum því að öryggið sé endalaust, en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að. Svo er nú það. Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg. Léttúðin er sannarlega hættuleg. Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð, á þessum skrjóð. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Nýtum þennan yndislega dýrðardag og drífum okkur tvö í þetta ferðalag. Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór og hann er mjór. Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd, hinum megin sólarljós og ókunn lönd. Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst og það er möst. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman.
Tónlist Umferðaröryggi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira