Kawhi-laust Clippers komið í forystu sem og Atlanta þökk sé ótrúlegum síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:01 Paul George var frábær í fjarveru Kawhi Leonard í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers er komið í 3-2 gegn Utah Jazz og sömu sögu er að segja af Atlanta Hawks í rimmu sinni gegn Philadelphia 76ers. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaleik Vesturdeildarinnar en sigurvegarinn þar mætir svo sigurvegaranum úr Austurdeildinni í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Clippers gat vart fengið verri fréttir fyrir leik þegar í ljós kom að Kawhi Leonard, stórstjarna liðsins, væri meiddur á hné og yrði ekki með. Paul George, hin stórstjarna liðsins, hefur löngum verið talinn einn betri leikmanna deildarinnar þegar deildarkeppnin er í gangi en hann ku eiga það til að fara í feluleik í úrslitakeppninni. Paul George's big night propels the @LAClippers to a win in Game 5 and a 3-2 series advantage! #ThatsGame #NBAPlayoffs 37 PTS | 16 REB | 5 ASTGame 6: Friday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/c1cUPZpFKL— NBA (@NBA) June 17, 2021 Sú var ekki raunin í nótt er Clippers vann átta stiga sigur í Utah, 119-111. Leikurinn var stál í stál í fyrsta leikhluta þangað til Utah náði smá andrými þökk sé ótrúlegri frammistöðu Bogdan Bogdanovic. Hann skoraði úr sex þriggja stiga körfum í fyrsta leikhluta. Leikurinn þó áfram í jafnvægi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en ef ekki hefði verið fyrir sýningu heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna hefði Clippers mögulega stungið af. Bojan Bogdanovic (18 PTS) ties the postseason record for threes made in a quarter with 6 triples in the 1st! @LAClippers 36@utahjazz 37 #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/h2v5zzvQJD— NBA (@NBA) June 17, 2021 Utah Jazz setti niður 17 þrista í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni hefur liði í úrslitakeppni NBA tekist að skora úr fleiri þriggja stiga skotum í einum og sama hálfleiknum. Jazz leiddu með fimm stigum í hálfleik, 65-60. Í þriðja leikhluta steig George upp og Clippers náðu átta stiga forystu. Létu þeir þá forystu aldrei af hendi og unnu á endanum leikinn með átta stiga mun, 119-111. Marcus Morris Sr. (25 PTS) and Reggie Jackson (22 PTS) help the @LAClippers take Game 5 and go up 3-2! #ThatsGame LAC can advance with a win in Game 6 on Friday at 10pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/wdpp87MmSl— NBA (@NBA) June 17, 2021 Paul George var stigahæstur í liði Clippers með 37 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Marcus Morris skoraði 25 stig og Reggie Jackson setti 22 stig. Hjá Jazz var Bogdanovic stigahæstur með 32 stig á meðan Donovan Mitchell setti 21 stig. Í hinum leik næturinnar var mikil dramatík. Atlanta Hawks tókst á einhvern ótrúlegan hátt að grafa sig upp úr djúpri holu sem liðið bjó til í fyrri hálfleik. Philadelphia var með öll völd framan af leik og leiddi með 22 stigum í hálfleik, staðan þá 62-40. Heimamenn í 76ers byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust nánast vera búnir að klára leikinn þar sem það gekk ekkert upp hjá Atlanta. Þegar 3.50 mínútur voru til leiksloka var munurinn 25 stig og ekkert sem benti til þess að Atlanta væri að fara koma til baka. Joel Embiid went off for 24 points and 10 REB in the first half pic.twitter.com/1EhJJl7OZF— NBA TV (@NBATV) June 17, 2021 Gestunum tókst að minnka muninn niður í 20 stig áður en leikhlutanum lauk og frábær byrjun í síðasta fjórðung þýddi að allt í einu var munurinn orðinn 14 stig. Hægt og rólega tókst Atlanta að minnka muninn og eftir nokkrar körfur frá Trae Young var munurinn allt í einu kominn niður í tvö stig og enn rúmlega tvær mínútur eftir. Mínútu síðtar voru Hawks komnir yfir. Í stöðunni 107-104 fyrir Atlanta var brotið á Joel Embiid en hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Atlanta sigldi sigrinum í hús. Ótrúlegur síðasti fjórðungur sá til þess að Atlanta vann þriggja stiga sigur, 109-106, og er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. Trae Young's #NBAPlayoffs career-high 39 PTS fuel the @ATLHawks 26-point comeback win in Game 5 as they take a 3-2 series lead! #ThatsGame Game 6: Friday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/SNtv0iaWMr— NBA (@NBA) June 17, 2021 Trae Young var stigahæstur hjá Hawks með 39 stig en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í úrslitakeppninni. Þar á eftir kom John Collins með 19 og Danilo Gallinari með 16. Hjá Philadelphia var Embiid með 37 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Seth Curry kom þar á eftir með 36 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaleik Vesturdeildarinnar en sigurvegarinn þar mætir svo sigurvegaranum úr Austurdeildinni í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Clippers gat vart fengið verri fréttir fyrir leik þegar í ljós kom að Kawhi Leonard, stórstjarna liðsins, væri meiddur á hné og yrði ekki með. Paul George, hin stórstjarna liðsins, hefur löngum verið talinn einn betri leikmanna deildarinnar þegar deildarkeppnin er í gangi en hann ku eiga það til að fara í feluleik í úrslitakeppninni. Paul George's big night propels the @LAClippers to a win in Game 5 and a 3-2 series advantage! #ThatsGame #NBAPlayoffs 37 PTS | 16 REB | 5 ASTGame 6: Friday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/c1cUPZpFKL— NBA (@NBA) June 17, 2021 Sú var ekki raunin í nótt er Clippers vann átta stiga sigur í Utah, 119-111. Leikurinn var stál í stál í fyrsta leikhluta þangað til Utah náði smá andrými þökk sé ótrúlegri frammistöðu Bogdan Bogdanovic. Hann skoraði úr sex þriggja stiga körfum í fyrsta leikhluta. Leikurinn þó áfram í jafnvægi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en ef ekki hefði verið fyrir sýningu heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna hefði Clippers mögulega stungið af. Bojan Bogdanovic (18 PTS) ties the postseason record for threes made in a quarter with 6 triples in the 1st! @LAClippers 36@utahjazz 37 #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/h2v5zzvQJD— NBA (@NBA) June 17, 2021 Utah Jazz setti niður 17 þrista í fyrri hálfleik, aðeins einu sinni hefur liði í úrslitakeppni NBA tekist að skora úr fleiri þriggja stiga skotum í einum og sama hálfleiknum. Jazz leiddu með fimm stigum í hálfleik, 65-60. Í þriðja leikhluta steig George upp og Clippers náðu átta stiga forystu. Létu þeir þá forystu aldrei af hendi og unnu á endanum leikinn með átta stiga mun, 119-111. Marcus Morris Sr. (25 PTS) and Reggie Jackson (22 PTS) help the @LAClippers take Game 5 and go up 3-2! #ThatsGame LAC can advance with a win in Game 6 on Friday at 10pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/wdpp87MmSl— NBA (@NBA) June 17, 2021 Paul George var stigahæstur í liði Clippers með 37 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Marcus Morris skoraði 25 stig og Reggie Jackson setti 22 stig. Hjá Jazz var Bogdanovic stigahæstur með 32 stig á meðan Donovan Mitchell setti 21 stig. Í hinum leik næturinnar var mikil dramatík. Atlanta Hawks tókst á einhvern ótrúlegan hátt að grafa sig upp úr djúpri holu sem liðið bjó til í fyrri hálfleik. Philadelphia var með öll völd framan af leik og leiddi með 22 stigum í hálfleik, staðan þá 62-40. Heimamenn í 76ers byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust nánast vera búnir að klára leikinn þar sem það gekk ekkert upp hjá Atlanta. Þegar 3.50 mínútur voru til leiksloka var munurinn 25 stig og ekkert sem benti til þess að Atlanta væri að fara koma til baka. Joel Embiid went off for 24 points and 10 REB in the first half pic.twitter.com/1EhJJl7OZF— NBA TV (@NBATV) June 17, 2021 Gestunum tókst að minnka muninn niður í 20 stig áður en leikhlutanum lauk og frábær byrjun í síðasta fjórðung þýddi að allt í einu var munurinn orðinn 14 stig. Hægt og rólega tókst Atlanta að minnka muninn og eftir nokkrar körfur frá Trae Young var munurinn allt í einu kominn niður í tvö stig og enn rúmlega tvær mínútur eftir. Mínútu síðtar voru Hawks komnir yfir. Í stöðunni 107-104 fyrir Atlanta var brotið á Joel Embiid en hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Atlanta sigldi sigrinum í hús. Ótrúlegur síðasti fjórðungur sá til þess að Atlanta vann þriggja stiga sigur, 109-106, og er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. Trae Young's #NBAPlayoffs career-high 39 PTS fuel the @ATLHawks 26-point comeback win in Game 5 as they take a 3-2 series lead! #ThatsGame Game 6: Friday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/SNtv0iaWMr— NBA (@NBA) June 17, 2021 Trae Young var stigahæstur hjá Hawks með 39 stig en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í úrslitakeppninni. Þar á eftir kom John Collins með 19 og Danilo Gallinari með 16. Hjá Philadelphia var Embiid með 37 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Seth Curry kom þar á eftir með 36 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira