Talaði við Eriksen í mánuð um hvernig hann ætlaði að nota hann í Belgíuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 11:30 Christian Eriksen í leiknum á móti Finnum áður en hann fékk hjartastopp í lok fyrri hálfleiks. AP/Stuart Franklin Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian Eriksen í leiknum á móti Belgum á EM en ekkert verður að því að Eriksen spili þann leik. Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira