Færu líklega á hausinn ef þau ætti að borga konunum það sama og körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 09:31 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu hafa barist fyrir jöfnum kjörum í mörg ár. Getty/Catherine Ivill Cindy Parlow Cone, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að sambandið myndi ekki ráða við það fjárhagslega að verða við kröfum leikmanna kvennalandsliðsins sem hafa stefnt sambandinu. Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira