Stórkostleg frammistaða hjá Durant í nótt í lykilleik í einvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 07:31 Kevin Durant var alveg sjóðandi heitur í sigri Brooklyn Nets í nótt. Hann setti á svið eina bestu frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA. AP/Kathy Willens Kevin Durant bauð upp á eina besti frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Brooklyn Nets komst í 3-2 á móti Milwaukee Bucks. Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021 NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira