Ronaldo fjarlægði kókið og hvatti fólk til að drekka vatn Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 13:00 Cristiano Ronaldo á blaðamannafundinum í Búdapest í gær, aðeins með vatnsflösku fyrir framan sig. Getty Cristiano Ronaldo var ekki hrifinn af því að sjá tvær kókflöskur á borðinu fyrir framan sig þegar hann settist niður til að svara spurningum á blaðamannafundi Portúgals á EM í gær. Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira