Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 07:31 Kawhi Leonard treður hér yfir Derrick Favors, miðherja Utah Jazz, í leiknum í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira