Nokkuð breytt lið mætir Írum á ný og Sveindís klár í að spila Sindri Sverrisson skrifar 14. júní 2021 17:01 Ísland vann Írland í hvítum varabúningum sínum á föstudaginn þar sem að Írar pökkuðu aðeins niður grænum aðalbúningum sínum. Það hentar illa til áhorfs að lið í dökkum búningnum, grænum og bláum, mætist. vísir/Hulda Margrét Seinni rimma Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli kl. 17 á morgun. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, vill sjá sitt lið skora mörk og setja saman góðan 90 mínútna leik á morgun. Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira