Sjáðu mörkin úr sigurleikjum Englands, Hollands og Austurríkis á EM í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 08:00 Raheem Sterling fagnar sigurmarki sínu en með honum er liðsfélagi hans Mason Mount. AP/Justin Tallis Þrír leikir fóru fram á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær og í þeim voru skoruð tíu mörk sem gerir þetta að markahæsta degi Evrópumótsins til þessa. Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira