Sjáðu mörkin úr sigurleikjum Englands, Hollands og Austurríkis á EM í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 08:00 Raheem Sterling fagnar sigurmarki sínu en með honum er liðsfélagi hans Mason Mount. AP/Justin Tallis Þrír leikir fóru fram á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær og í þeim voru skoruð tíu mörk sem gerir þetta að markahæsta degi Evrópumótsins til þessa. Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Raheem Sterling skoraði eina markið þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu en markið kom eftir frábæran undirbúning frá Leeds leikmanninum Kalvin Phillips. Phillips var frábær á miðju Englendinga í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Englendinga á EM þar sem liðið vinnur fyrsta leikinn sinn á mótinu en hann kom í tíundu tilraun. Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 13. júní Varamennirnir Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic tryggði Austurríkismönnum 3-1 sigur á Norður Makedóníu með mörkum á lokakafla leiksins. Gregoritsch skoraði eftir fyrirgjöf fyrirliðans David Alaba en Arnautovic eftir vandræðalegan varnarleik nýliðanna á EM. Hinn 37 ára gamli Goran Pandev hafði jafnað metin fyrir Norður Makedóníu á 28. mínútu í sínum 120. landsleik eftir að Stefan Lainer skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Austurríki eftir magnaða fyrirgjöf Marcel Sabitzer. Þetta var fyrst sigur Austurríkismanna í sögu EM. Denzel Dumfries tryggði Hollendingum 3-2 sigur á Úkraínu eftir að hollenska liðið hafði misst niður 2-0 forystu. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst komu Hollandi í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibli en Andriy Yarmolenko kom þá Úkraínu á blað með frábæru skoti áður en Roman Yaremchuk jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Sigurmark Denzel Dumfries kom á 85. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá varamanninum Nathan Ake. Hollendingar unnu þar með sinn fyrsta leik á stórmóti í sjö ár en þeir misstu bæði af EM 2016 og HM 2018. Hér í myndbandinu fyrir ofan má sjá markasyrpu frá leikjunum þremur á EM í gær. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira