Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 07:31 Devin Booker lét Nikola Jokic heyra það eftir brotið sem á endanum kallaði á annars stiga ásetningsvillu á Jokic og snemmbúna ferð í sturtu. AP/David Zalubowski Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira