Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2021 10:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt Elínu Mettu Jensen og Sveindísi Jane Jónsdóttir. Dagný skoraði þriðja mark Íslands í gær. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands. Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira