Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 2-0 | Flottur seinni hálfleikur skilaði þriðja sigri Blika í röð Dagur Lárusson skrifar 12. júní 2021 17:15 Vísir/Vilhelm Breiðablik bar sigur úr býtum gegn Fylki á Kópavogsvelli í Pepsi Max deildinni í dag en þetta var þriðji sigurleikur Blika í röð. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Árni Vilhjálmsson var eflaust sá sem gerði sig líklegastan hjá báðum liðum en hann náði að koma boltanum í markið um miðbik hálfleiksins en var réttilega dæmdur rangstæður. Það var hins vegar annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum hjá Blikum og komu þeir tvíefldir til leiks og skoruðu strax á 46.mínútu en þá vann Kristinn Steindórsson boltann á miðjunni eftir mistök hjá Fylki og renndi boltanum inn á Árna sem kláraði glæsilega framhjá Aroni í markinu. Það var mikið meira flæði í sóknarleik heimaliðsins í seinni hálfleiknum og léku þeir Viktor, Höskuldur, Jason, Gísli, Kristinn og Árni allir á alls oddi og sköpuðu mörg færi. Eitt af þeim færum kom svo á 54.mínútu en þá barst boltinn til Gísla sem skaut boltanum í stöngina og út og beint á Viktor Karl sem var þá einn fyrir opnu marki og gerði hann engin mistök og kom Blikum í 2-0 forystu. Eftir annað markið héldu Blikar boltanum meira og minna og var lítið að frétta í sóknarleik Fylkis og voru þeir Atli og Ólafur ekki nægilega sáttir með spilamennskuna á hliðarlínunni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-0 sigur Breiðabliks því staðreynd og er liðið því búið að vinna þrjá leiki í röð. Af hverju vann Breiðablik? Það má segja að bæði lið hafi verið heldur slöpp sóknarlega í fyrri hálfleiknum en það voru Blikarnir sem mættu ákveðnir í seinni hálfleikinn og þeir uppskáru eftir því. Það var mikið meira flæði í spilinu, leikmenn ekki hræddir við að breyta um stöðu og taka áhættur og það reyndist lykilinn í þessum sigri Breiðabliks að mínu mati. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Karl var algjörlega frábær á miðjunni hjá Breiðablik í leiknum. Hann var alltaf óhræddur við að fá boltann og taka áhættur og stjórnaði hann spili liðsins allan leikinn. Hann skoraði síðan seinna mark blika sem að kórónaði leik hans. Hvað fór illa? Um leið og fyrra mark Breiðabliks fór inn þá fór hausinn niður hjá Fylkismönnum og sóknarleikur liðsins var svo mikill sem enginn eftir það. Atli Sveinn nefndi þetta eftir leik í viðtali og sagði að þetta þyrfti að bæta. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er við Val á Hlíðarenda næstkomandi miðvikudag á meðan Fylkir tekur á móti ÍA sunnudaginn 20.júní. Boltinn gekk hraðar í seinni hálfleiknum Óskar Hrafn Þorvaldsson [til hægri] ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara sínum.VÍSIR/VILHELM Óskar Hrafn var sáttur með spilamennsku síns liðs í seinni hálfleiknum í 2-0 sigri gegn Fylki í dag. „Ég er mjög sáttur, við náðum þremur stigum og er ég kannski allra helst sáttur með seinni hálfleikinn,“ byrjaði Óskar á að segja. Aðspurður út í það hvað hann lagði upp með í hálfleiknum sagði Óskar að fyrst og fremst þurfti liðið hans að vera með meira flæði í sóknarleiknum. „Í fyrri hálfleiknum vantaði takt og það vantaði hraða og við kannski virkuðum ryðgaðir. Svo virtist það hverfa í seinni hálfleiknum og við spiluðum mikið betur.“ „Mér fannst boltinn ganga hraðar og gekk mikið betur að finna svæðin okkar betur og skildum aðeins betur leik Fylkismanna,“ sagði Óskar. Vorum sjálfum okkur verstir Atli Sveinn, þjálfari Fylkis.Vísir/Hulda Margrét Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Breiðablik í dag. „Bara svekkjandi, við vildum ná ákveðnum hlutum út úr okkur sem við náðum ekki og það er auðvitað mjög svekkjandi,“ byrjaði Atli á að segja. Atli vildi meina að þeir hefðu gefið Blikum fyrsta markið. „Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir í seinni hálfleiknum, við eiginlega gáfum Blikum fyrsta markið og það var pínu högg í magann og á slokknar pínu á okkur. Við hefðum til dæmis getað varist mikið betur í þessu seinna marki. En svo vorum við bara ekki nægilega beittir sóknarlega í þessum leik.“ Þó svo að Atli hafi verið ósáttur með fyrsta markið hjá Blikum þá taldi hann þó ekki að það hafi verið sem breytti gangi leiksins. „Við vorum bara ekki að gera þá hluti í sóknarleiknum sem við ætluðum að gera og við vorum ekki nægilega beittir. Blikarnir voru fínir en þeir voru ekkert frábærir og sköpuðu ekkert fullt af færum og þess vegna tel ég að við hefðum getað gert mikið betur í þessum leik,“ endaði Atli á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Fylkir
Breiðablik bar sigur úr býtum gegn Fylki á Kópavogsvelli í Pepsi Max deildinni í dag en þetta var þriðji sigurleikur Blika í röð. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Árni Vilhjálmsson var eflaust sá sem gerði sig líklegastan hjá báðum liðum en hann náði að koma boltanum í markið um miðbik hálfleiksins en var réttilega dæmdur rangstæður. Það var hins vegar annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum hjá Blikum og komu þeir tvíefldir til leiks og skoruðu strax á 46.mínútu en þá vann Kristinn Steindórsson boltann á miðjunni eftir mistök hjá Fylki og renndi boltanum inn á Árna sem kláraði glæsilega framhjá Aroni í markinu. Það var mikið meira flæði í sóknarleik heimaliðsins í seinni hálfleiknum og léku þeir Viktor, Höskuldur, Jason, Gísli, Kristinn og Árni allir á alls oddi og sköpuðu mörg færi. Eitt af þeim færum kom svo á 54.mínútu en þá barst boltinn til Gísla sem skaut boltanum í stöngina og út og beint á Viktor Karl sem var þá einn fyrir opnu marki og gerði hann engin mistök og kom Blikum í 2-0 forystu. Eftir annað markið héldu Blikar boltanum meira og minna og var lítið að frétta í sóknarleik Fylkis og voru þeir Atli og Ólafur ekki nægilega sáttir með spilamennskuna á hliðarlínunni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-0 sigur Breiðabliks því staðreynd og er liðið því búið að vinna þrjá leiki í röð. Af hverju vann Breiðablik? Það má segja að bæði lið hafi verið heldur slöpp sóknarlega í fyrri hálfleiknum en það voru Blikarnir sem mættu ákveðnir í seinni hálfleikinn og þeir uppskáru eftir því. Það var mikið meira flæði í spilinu, leikmenn ekki hræddir við að breyta um stöðu og taka áhættur og það reyndist lykilinn í þessum sigri Breiðabliks að mínu mati. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Karl var algjörlega frábær á miðjunni hjá Breiðablik í leiknum. Hann var alltaf óhræddur við að fá boltann og taka áhættur og stjórnaði hann spili liðsins allan leikinn. Hann skoraði síðan seinna mark blika sem að kórónaði leik hans. Hvað fór illa? Um leið og fyrra mark Breiðabliks fór inn þá fór hausinn niður hjá Fylkismönnum og sóknarleikur liðsins var svo mikill sem enginn eftir það. Atli Sveinn nefndi þetta eftir leik í viðtali og sagði að þetta þyrfti að bæta. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er við Val á Hlíðarenda næstkomandi miðvikudag á meðan Fylkir tekur á móti ÍA sunnudaginn 20.júní. Boltinn gekk hraðar í seinni hálfleiknum Óskar Hrafn Þorvaldsson [til hægri] ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara sínum.VÍSIR/VILHELM Óskar Hrafn var sáttur með spilamennsku síns liðs í seinni hálfleiknum í 2-0 sigri gegn Fylki í dag. „Ég er mjög sáttur, við náðum þremur stigum og er ég kannski allra helst sáttur með seinni hálfleikinn,“ byrjaði Óskar á að segja. Aðspurður út í það hvað hann lagði upp með í hálfleiknum sagði Óskar að fyrst og fremst þurfti liðið hans að vera með meira flæði í sóknarleiknum. „Í fyrri hálfleiknum vantaði takt og það vantaði hraða og við kannski virkuðum ryðgaðir. Svo virtist það hverfa í seinni hálfleiknum og við spiluðum mikið betur.“ „Mér fannst boltinn ganga hraðar og gekk mikið betur að finna svæðin okkar betur og skildum aðeins betur leik Fylkismanna,“ sagði Óskar. Vorum sjálfum okkur verstir Atli Sveinn, þjálfari Fylkis.Vísir/Hulda Margrét Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Breiðablik í dag. „Bara svekkjandi, við vildum ná ákveðnum hlutum út úr okkur sem við náðum ekki og það er auðvitað mjög svekkjandi,“ byrjaði Atli á að segja. Atli vildi meina að þeir hefðu gefið Blikum fyrsta markið. „Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir í seinni hálfleiknum, við eiginlega gáfum Blikum fyrsta markið og það var pínu högg í magann og á slokknar pínu á okkur. Við hefðum til dæmis getað varist mikið betur í þessu seinna marki. En svo vorum við bara ekki nægilega beittir sóknarlega í þessum leik.“ Þó svo að Atli hafi verið ósáttur með fyrsta markið hjá Blikum þá taldi hann þó ekki að það hafi verið sem breytti gangi leiksins. „Við vorum bara ekki að gera þá hluti í sóknarleiknum sem við ætluðum að gera og við vorum ekki nægilega beittir. Blikarnir voru fínir en þeir voru ekkert frábærir og sköpuðu ekkert fullt af færum og þess vegna tel ég að við hefðum getað gert mikið betur í þessum leik,“ endaði Atli á að segja. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti