Skoraði lykilkörfuna þegar aðrir biðu eftir leikhléi Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:30 Giannis Antetokounmpo með boltann í leiknum við Brooklyn í nótt. AP/Morry Gash Milwaukee Bucks sluppu naumlega við að lenda 3-0 undir í einvígi sínu við Brooklyn Nets í nótt þegar Bucks unnu 86-83 sigur. Utah Jazz er komið í 2-0 gegn LA Clippers eftir 117-111 sigur. Brooklyn og Milwaukee eigast við í undanúrslitum austurdeildar. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum var Milwaukee undir, 83-82, þegar Giannis Antetokounmpo greip frákast 18 sekúndum fyrir leikslok. Flestir bjuggust kannski við því að Jrue Holiday myndi biðja um leikhlé til að ákveða hvernig lokasókn Milwaukee ætti að vera en þess í stað keyrði hann að körfunni, með 11,4 sekúndur eftir, og kom liðinu yfir. Jrue Holiday's go-ahead layup is the #CloroxClutch play of the night! pic.twitter.com/nMYK6mmDb0— NBA (@NBA) June 11, 2021 „Mér leið eins og að þeir héldu að ég myndi biðja um leikhlé. Ég held líka að ég hafi hugsað um að ég ætti að láta meiri tíma líða. En ég sá Bruce Brown einn gegn einum, svo ég lét til skarar skríða. Það gekk vel og ég náði á endanum sniðskoti,“ sagði Holiday. Síðustu stig leiksins voru úr vítaskotum Khris Middleton. Kevin Durant reyndi þriggja stiga skot til að jafna metin með flautukörfu en það gekk ekki upp. MIddleton var stigahæstur hjá Milwaukee með 35 stig og hann tók 15 fráköst. Antetokounmpo skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Hjá Brooklyn var Durant atkvæðamestur með 30 stig og 11 fráköst. Donovan Mitchell var í aðalhlutverki hjá Utah Jazz gegn Clippers og skoraði 37 stig. Utah lokaði vörninni í lokin og Mitchell tryggði sigurinn þegar 43 sekúndur voru eftir. Hann virtist reyndar meiða sig þegar tíu sekúndur voru eftir, eftir brot Paul George, en kvartaði ekki: „Það er í lagi með mig núna. Ég labbaði inn hingað og ef þið viljið að ég hlaupi þá get ég það. Ég er góður,“ sagði Mitchell við fjölmiðlamenn. NBA Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira
Brooklyn og Milwaukee eigast við í undanúrslitum austurdeildar. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum var Milwaukee undir, 83-82, þegar Giannis Antetokounmpo greip frákast 18 sekúndum fyrir leikslok. Flestir bjuggust kannski við því að Jrue Holiday myndi biðja um leikhlé til að ákveða hvernig lokasókn Milwaukee ætti að vera en þess í stað keyrði hann að körfunni, með 11,4 sekúndur eftir, og kom liðinu yfir. Jrue Holiday's go-ahead layup is the #CloroxClutch play of the night! pic.twitter.com/nMYK6mmDb0— NBA (@NBA) June 11, 2021 „Mér leið eins og að þeir héldu að ég myndi biðja um leikhlé. Ég held líka að ég hafi hugsað um að ég ætti að láta meiri tíma líða. En ég sá Bruce Brown einn gegn einum, svo ég lét til skarar skríða. Það gekk vel og ég náði á endanum sniðskoti,“ sagði Holiday. Síðustu stig leiksins voru úr vítaskotum Khris Middleton. Kevin Durant reyndi þriggja stiga skot til að jafna metin með flautukörfu en það gekk ekki upp. MIddleton var stigahæstur hjá Milwaukee með 35 stig og hann tók 15 fráköst. Antetokounmpo skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Hjá Brooklyn var Durant atkvæðamestur með 30 stig og 11 fráköst. Donovan Mitchell var í aðalhlutverki hjá Utah Jazz gegn Clippers og skoraði 37 stig. Utah lokaði vörninni í lokin og Mitchell tryggði sigurinn þegar 43 sekúndur voru eftir. Hann virtist reyndar meiða sig þegar tíu sekúndur voru eftir, eftir brot Paul George, en kvartaði ekki: „Það er í lagi með mig núna. Ég labbaði inn hingað og ef þið viljið að ég hlaupi þá get ég það. Ég er góður,“ sagði Mitchell við fjölmiðlamenn.
NBA Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira