Xavi tilbúinn að taka við Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 16:00 Xavi Hernandez í leik með Barcelona þar sem hann spilaði í sautján ár með meistaraflokksliðinu. EPA/MARCUS BRANDT Xavi Hernandez segist nú vera klár í það að taka við liði Barcelona og segir að það yrðu forréttindi fyrir hann að fá að þjálfa sinn gamla liðsfélaga Lionel Messi. Xavi var enn á ný orðaður við þjálfarastarfið hjá Barcelona fyrr í sumar en forsetinn Joan Laporta ákvað að leyfa Ronald Koeman að halda áfram með Börsunga þrátt fyrir brösugt tímabil. Xavi hefur ekki verið í neinu sambandi við Joan Laporta síðan að Laporta settist aftur í forsetastólinn í mars. ESPN sagði frá því að Xavi væri nú klár í það að taka við Barcelona í framtíðinni. Xavi Hernández (Barça great): "I'm always in the market, I've been a coach for two years. I have a very good relationship with Laporta, but I have not been able to talk to him." [via as] pic.twitter.com/4Cl5zMIqQQ— barcacentre (@barcacentre) June 10, 2021 „Ég er alltaf á markaðnum. Félagið ákvað að halda áfram með Koeman og ég óska honum alls hins besta. Ég hef ekki heyrt i Laporta eða öðrum stjórnarmönnum undanfarna fjóra mánuði,“ sagði Xavi þegar hann hitti blaðamenn í tengslum við sumarbúðir sínar í Katalóníu. „Ég veit ekki hvenær tækifærið kemur en það yrði draumur fyrir mig að snúa aftur til Barcelona einn daginn. Ég er samt ekkert að flýta mér ef ég segi alveg eins og er en ég vona að þetta gerist einhvern tímann,“ sagði Xavi. Xavi on why he did not return to Barcelona! #Xavi #FCBarcelona #Barca pic.twitter.com/pdG7Prsfpd— Sportskeeda Football (@skworldfootball) June 6, 2021 Xavi Hernandez lék með Barcelona í 24 ár eða frá því að hann kom inn í akademíu félagsins árið 1991. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Barcelona og spænsku deildina átta sinnum. Xavi lék alls 767 leiki fyrir Barcelona frá 1998til 2015 þar af 505 þeirra í spænsku deildinni. Honum hefur tvisvar verið boðið þjálfarastarfið hjá Barcelona en neitað í bæði skiptin. Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Xavi var enn á ný orðaður við þjálfarastarfið hjá Barcelona fyrr í sumar en forsetinn Joan Laporta ákvað að leyfa Ronald Koeman að halda áfram með Börsunga þrátt fyrir brösugt tímabil. Xavi hefur ekki verið í neinu sambandi við Joan Laporta síðan að Laporta settist aftur í forsetastólinn í mars. ESPN sagði frá því að Xavi væri nú klár í það að taka við Barcelona í framtíðinni. Xavi Hernández (Barça great): "I'm always in the market, I've been a coach for two years. I have a very good relationship with Laporta, but I have not been able to talk to him." [via as] pic.twitter.com/4Cl5zMIqQQ— barcacentre (@barcacentre) June 10, 2021 „Ég er alltaf á markaðnum. Félagið ákvað að halda áfram með Koeman og ég óska honum alls hins besta. Ég hef ekki heyrt i Laporta eða öðrum stjórnarmönnum undanfarna fjóra mánuði,“ sagði Xavi þegar hann hitti blaðamenn í tengslum við sumarbúðir sínar í Katalóníu. „Ég veit ekki hvenær tækifærið kemur en það yrði draumur fyrir mig að snúa aftur til Barcelona einn daginn. Ég er samt ekkert að flýta mér ef ég segi alveg eins og er en ég vona að þetta gerist einhvern tímann,“ sagði Xavi. Xavi on why he did not return to Barcelona! #Xavi #FCBarcelona #Barca pic.twitter.com/pdG7Prsfpd— Sportskeeda Football (@skworldfootball) June 6, 2021 Xavi Hernandez lék með Barcelona í 24 ár eða frá því að hann kom inn í akademíu félagsins árið 1991. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Barcelona og spænsku deildina átta sinnum. Xavi lék alls 767 leiki fyrir Barcelona frá 1998til 2015 þar af 505 þeirra í spænsku deildinni. Honum hefur tvisvar verið boðið þjálfarastarfið hjá Barcelona en neitað í bæði skiptin.
Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira