NBA dagsins: Jafnaði þristamet Currys eftir ráð bróður síns og sendi Doncic í sumarfrí Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 15:01 Marcus Morris setur niður þrist undir lokin á sigrinum gegn Dallas. Getty/Kevork Djansezian Luka Doncic skoraði 46 stig og átti 14 stoðsendingar í síðasta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, þegar Dallas Mavericks töpuðu 126-111 gegn LA Clippers í oddaleik. Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar. NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar.
NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55