NBA dagsins: Jafnaði þristamet Currys eftir ráð bróður síns og sendi Doncic í sumarfrí Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 15:01 Marcus Morris setur niður þrist undir lokin á sigrinum gegn Dallas. Getty/Kevork Djansezian Luka Doncic skoraði 46 stig og átti 14 stoðsendingar í síðasta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, þegar Dallas Mavericks töpuðu 126-111 gegn LA Clippers í oddaleik. Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar. NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar.
NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55