Fær erlendu leikmennina í mat, leyfir þeim að fara í heita pottinn og prjónar á þær peysur: „Eins og dætur mínar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 11:01 Murielle Tiernan er að spila sitt fjórða tímabil með Tindastól en það fyrsta í Pepsi Max deildinni. Hún kom fyrst þegar liðið var í 2. deildinni. Vísir/Sigurbjörn Andri Óskarsson Erlendu leikmennirnir á Sauðárkróki hafa verið þar í mörg ár og vilja ekkert fara. Það er kannski ekkert skrýtið eftir að Helena Ólafsdóttir fékk að vita meira um lífið hjá þeim í heimsókn sinni á Krókinn. Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti