„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 11:30 Þórsarar eru komnir í 2-1 í einvígi sínu við Stjörnuna og geta klárað dæmið með sigri í Garðabæ á miðvikudaginn. Ef Stjarnan vinnur mætast liðin í oddaleik næsta laugardagskvöld. vísir/bára Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira