Vagínuvald Jóhannesar Þórs og Guðrúnar Drafnar talar beint inn í MeToo Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 18:41 Framkvæmdastjóri og lektor koma saman til að ögra fólki og vekja það til umhugsunar. vísir/Vagina Power Gjörningahópurinn Vagínuvald, eða Vagina Power, segir sýningu sína á Skólavörðustíg tala beint inn í #MeToo-byltinguna. Sýningunni er ætlað að vekja fólk af dvala og fá það til að taka þátt í umræðunni. Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar. MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar.
MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira