Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 11:56 Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019 Bláa lónið Þann 12.júní næstkomandi klukkan16:00 verður blásið í lúðra og stórum hópi hjólreiðafólks hleypt af stað í eitt vinsælasta fjallahjólamót ársins, The Blue Lagoon Challenge en það er nú haldið í 25. sinn. Bláa lónið er aðal styrktaraðili mótsins og býður öll þátttakendum upp á veitingar og í lónið að móti loknu auk þess sem allir verða verðlaunaðir með óvæntum glaðningi. Keppendur hjóla eftir Hvaleyrarvatnsvegi í Blue Lagoon Challenge 2019Kristinn R. Kristinsson „Við erum gríðarlega spennt að fá að ræsa hópinn af stað þar sem ekkert mót var í fyrra sökum covid. Stemmingin er einstök í mótinu og skemmtilegt hversu breiður hópurinn er. Hjólreiðafólk af öllum getustigum tekur þátt, elite keppnishjólreiðafólk, vinnustaðahópar, áhugafólk og allt þar á milli. Svo sameinumst við öll í Bláa lóninu eftir mótið og látum átökin líða úr okkur. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið sem liggur frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Markmiðin eru misjöfn hjá keppendum, sumir keppast um fyrsta til þriðja sæti en einnig eru margir að keppa við sjálfan sig, ná að hjóla þetta í fyrsta sinn eða keppa við eigin tíma frá því áður. Við skorum á ykkur öll að koma og vera með, það eru enn til miðar svo nú er bara að skrá sig,“ segir Kolbrún Dröfn, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur Hjólreiðafólki verður hleypt af stað í hollum en leiðin liggur frá Völlunum í Hafnarfirði um Djúpavatnsleiðina, í gegnum Grindavík og inn að Bláa lóninu. Leiðin er malbikuð að hluta, en einnig fer hún um grófan malarveg og um ljúfa moldarslóða og sand. Heildar hækkun á leiðinni er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 kílómetrum lokið og því farið að síga í hjá all flestum. Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019Bláa lónið Brautarmet karla er ein klukkustund og 38 mínútur en það er Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari í hjólreiðum sem setti það árið 2019 og var meðal hraðinn á honum í brautinni 36,56 km/klst. Brautarmet kvenna er ein klukkustund og 53 mínúta og er það Karen Axelsdóttir sem á það met frá því árið 2019. Meðalhraði Karenar var 31,6 km/klst. Stemming í tjaldinu að móti loknu.Bláa lónið „Brautarmetin hafa fallið ár frá ári en veður og vindar hafa þó töluverð áhrif á tímann. Það er hins vegar hægt að sjá á þessu að hjólreiðafólk á Íslandi hefur bætt sig töluvert á milli ára og búnaðurinn hefur einnig tekið miklum framförum. Gaman verður að sjá hvernig tímarnir verða í ár og hvort brautarmet verið slegið aftur,“ segir Kolbrún. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá síðustu keppni. Upphitun fyrir mótiðBláa lónið Hópur frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á Djúpavatnsleiðinni. Djúpavatnsleiðin er draumkennd og ægifögurBláa lónið Team Kría frá hjólreiðafélaginu Tind á Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið Brekkan góða í Festarfjallinu.Bláa lónið Dulúð yfir Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið 1.-3.sæti karla í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Kristinn Jónsson, Ingvar Ómarsson og Hafsteinn Ægir Geirsson.Bláa lónið 1.-3.sæti kvenna í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Hrefna Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Karen Axelsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir.Bláa lónið Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Bláa lónið er aðal styrktaraðili mótsins og býður öll þátttakendum upp á veitingar og í lónið að móti loknu auk þess sem allir verða verðlaunaðir með óvæntum glaðningi. Keppendur hjóla eftir Hvaleyrarvatnsvegi í Blue Lagoon Challenge 2019Kristinn R. Kristinsson „Við erum gríðarlega spennt að fá að ræsa hópinn af stað þar sem ekkert mót var í fyrra sökum covid. Stemmingin er einstök í mótinu og skemmtilegt hversu breiður hópurinn er. Hjólreiðafólk af öllum getustigum tekur þátt, elite keppnishjólreiðafólk, vinnustaðahópar, áhugafólk og allt þar á milli. Svo sameinumst við öll í Bláa lóninu eftir mótið og látum átökin líða úr okkur. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið sem liggur frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Markmiðin eru misjöfn hjá keppendum, sumir keppast um fyrsta til þriðja sæti en einnig eru margir að keppa við sjálfan sig, ná að hjóla þetta í fyrsta sinn eða keppa við eigin tíma frá því áður. Við skorum á ykkur öll að koma og vera með, það eru enn til miðar svo nú er bara að skrá sig,“ segir Kolbrún Dröfn, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur Hjólreiðafólki verður hleypt af stað í hollum en leiðin liggur frá Völlunum í Hafnarfirði um Djúpavatnsleiðina, í gegnum Grindavík og inn að Bláa lóninu. Leiðin er malbikuð að hluta, en einnig fer hún um grófan malarveg og um ljúfa moldarslóða og sand. Heildar hækkun á leiðinni er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 kílómetrum lokið og því farið að síga í hjá all flestum. Keppendur fara yfir ráslínu í Blue Lagoon Challenge 2019Bláa lónið Brautarmet karla er ein klukkustund og 38 mínútur en það er Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari í hjólreiðum sem setti það árið 2019 og var meðal hraðinn á honum í brautinni 36,56 km/klst. Brautarmet kvenna er ein klukkustund og 53 mínúta og er það Karen Axelsdóttir sem á það met frá því árið 2019. Meðalhraði Karenar var 31,6 km/klst. Stemming í tjaldinu að móti loknu.Bláa lónið „Brautarmetin hafa fallið ár frá ári en veður og vindar hafa þó töluverð áhrif á tímann. Það er hins vegar hægt að sjá á þessu að hjólreiðafólk á Íslandi hefur bætt sig töluvert á milli ára og búnaðurinn hefur einnig tekið miklum framförum. Gaman verður að sjá hvernig tímarnir verða í ár og hvort brautarmet verið slegið aftur,“ segir Kolbrún. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá síðustu keppni. Upphitun fyrir mótiðBláa lónið Hópur frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á Djúpavatnsleiðinni. Djúpavatnsleiðin er draumkennd og ægifögurBláa lónið Team Kría frá hjólreiðafélaginu Tind á Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið Brekkan góða í Festarfjallinu.Bláa lónið Dulúð yfir Djúpavatnsleiðinni.Bláa lónið 1.-3.sæti karla í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Kristinn Jónsson, Ingvar Ómarsson og Hafsteinn Ægir Geirsson.Bláa lónið 1.-3.sæti kvenna í Blue Lagoon Challenge 2019. Frá vinstri Hrefna Sigurbjörg Jóhannasdóttir, Karen Axelsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir.Bláa lónið
Hjólreiðar Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“