Fótbolti

Koeman á­fram við stjórn­völin hjá Börsungum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Koeman fær tækifæri til að klæðast glæsilegum úlpum Barcelona á nýjan leik á næstu leiktíð.
Koeman fær tækifæri til að klæðast glæsilegum úlpum Barcelona á nýjan leik á næstu leiktíð. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO

Það stefnir allt í að Hollendingurinn Ronald Koeman stýri spænska stórveldinu Barcelona áfram á næstu leiktíð. Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar.

Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Það var ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni.

Orðrómar voru á kreiki um að Joan Laporta, forseti Börsunga, væri í leit að nýjum þjálfara en ef enginn nægilega góður væri á lausu myndi forsetinn halda sig við Koeman. Það hefur nú komið á daginn.

Talið var að Xavi gæti snúð aftur til félagsins sem hann vann allt með sem leikmaður og tekið við stjórnartaumunum. Hann stýrir í dag Al-Sadd í Katar og verður þar áfram, um stund allavega.

Fyrr í dag var tilkynnt að Jordi Cruyff, sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff, væri nýr íþróttastjóri Börsunga og nú virðist sem landi hans Koeman fái annað tækifæri til að heilla á Camp Nou.

Börsungar eru í mikilli uppbyggingu eftir tvö slæm ár. Það virðist allt stefna í að Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins. Landi hans - Sergio Agüero – skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Eric Garcia, fyrrum samherji Agüero hjá Manchester City, sneri aftur á heimaslóðir er hann samdi einnig nýverið við Börsunga.

Þá er talið nær öruggt að Hollendingarnir Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skrifi undir á næstunni. Þeir þekkja Koeman vel enda léku þeir undir hans stjórn í hollenska landsliðinu er Koeman var þar frá 2018 til 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×