Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. júní 2021 22:00 Þórsarar jöfnuðu metin í einvíginu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Andrúmsloftið var rafmagnað í Mathús Garðabæjar Höllinni í kvöld þegar Þór frá Þórlákshöfn mætti í heimsókn. Heimamenn í Stjörnunni unnu fyrsta leikinn og þess vegna var þetta alger skyldusigur fyrir Þórsara. Tap og þeir væru ansi líklegir í að byrja að bóka sér sólarlandaferðir. Eftir æsispennandi leik þar sem liðin skiptust á að ná forystunni enduðu leikar þannig að Þór vann með fjórum stigum. 90-94. Gríðarlega mikilvægur sigur og Þór aftur komnir með heimavallaryfirhöndina sem þeir töpuðu í fyrsta leiknum. Úr leik Stjörnunnar og Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Bára Dröfn Leikurinn hófst með talsverðum látum Stjörnumegin. Heimamenn spiluðu gríðarlega fastann varnarleik sem virtist fara í taugarnar á Þórsurm sem töpuðu ansi mörgum boltum í upphafi. Það var þó Styrmir Snær Þrastarson sem aðeins róaði taugar gestanna með fimm stigum í röð og breytti stöðunni í 6-5. Garðbæingar höfðu þó frumkvæðið allan fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann með átta stigum 23-15. Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn. Davíð Arnar fór að hitta ásamt því að Adomas Drungilas fór að koma sér nær körfunni eftir ansi margar þriggja stiga tilraunir. Það hentaði vel því þá fóru körfurnar að detta og hlutirnir að opnast fyrir utan í kjölfarið. Í lok leikhlutans smellti Callum Lawson svo niður skoti frá eigin þriggja stiga línu og fóru liðin til búningsherbergja í stöðunni 48-45 fyrir Stjörnuna. Larry Thomas, besti leikmaður Þórs var einungis með tvær skottilraunir í fyrri hálfleik enda hafði Gunnar Ólafsson leikmaður Stjörnunnar fest sig við hann og ekki litið af honum frekar en Örn lítur af bráð sinni. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn, í baráttunni við Hlyn Bæringsson.Vísir/Bára Dröfn Í síðari hálfleik var jafnt á flestum tölum. Vörn Þórs kom virkilega til í þriðja leikhluta þar sem Stjarnan skoraði einungis 11 stig. Þó skoruðu þórsarar ekki nema 17 svo munurinn á liðunum fyrir fjórða leikhlutann var þrjú stig. Veisla í gangi fyrir augað í Garðabænum. Þórsarar tóku strax frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust fljótlega í forystu sem teygði sig mest í 12 stig. Ægir Þór og félagar í Stjörnunni létu þó ekki kveða sig í kútinn og eftir talsverðan darraðadans þar sem Styrmir Snær setti svellkaldur niður víti áttu Stjörnumenn möguleika á að jafna. Þeim tókst þó ekki að koma boltanum inn þremur stigum undir, Lawson stal boltanum og setti niður eitt víti. Þar við sat, 90-94 og staðan 1-1 í einvíginu. Þór ÞorlákshöfnVísir/Bára Dröfn Hvers vegna vann Þór? Áhlaup þórsara í fjórða leikhluta var það sem gerði gæfumuninn. Emil Karel Einarsson var gríðarlega sterkur á kafla í fjórða leikhluta og breytti í raun leiknum úr hnífjöfnum leik yfir í leik þar sem Stjarnan var að elta. Eins og gefur að skilja var munurinn á liðunum ekki mikill enda jafn leikur. Þá munar um að Þór skaut 40% fyrir utan þriggja stiga línuna en Stjarnan aðeins 30%. Hvað gekk vel? Styrmir Snær Þrastarson var enn og aftur frábær í liði Þórs. Hann var að setja skotin sín fyrir utan, komast að hringnum, spilaði frábæra vörn og tók fráköst eins og miðherji. 20 stig og 11 fráköst hjá kappanum unga sem heldur áfram að eiga ótrúlegt gott tímabil eftir að hafa verið í 1. Deildinni á síðasta tímabili. Styrmir Snær [fyrir miðju] í baráttunni við Hlyn Bæringsson og Ægi Þór Steinarsson.Vísir/Bára Dröfn Þá stigu menn eins og Davíð Arnar og Emil Karel virkilega upp þegar að þurfti. Hvað gekk illa? Erlendir leikmenn Stjörnunar, þeir Austin Brodeur og Alexander Lindqvist áttu ekki góðan leik í kvöld. Samalagt skutu þeir boltanum einungis 16 sinnum og þar af skaut Brodeur einungis 6 sinnum og hitti tvisvar. Þeir fráköstuðu ágætlega en þurfa að spila mun betur. Stjarnan í það heila er ekkert sérstaklega gott skotlið, þar munar heldur betur um Mirza Saralija sem hefur lokið keppni þennan veturinn vegna meiðsla. Hvað næst? Leikur þrjú í seríunni fer fram í Þorlákshöfn næstkomandi sunnudag kl 20:15. Liðið sem vinnur þann leik fer langt með einvígið. Styrmir er frábær vítaskytta Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson þjálfari Þórs var ánægður í lok leiks en vissi sem var að serían er bara rétt að byrja. Leikplan Lárusar var að fara meira inn í teiginn en það var kannski ekki alveg tilfellið í upphafi. „Mér fannst leikplanið ganga eftir en við byrjuðum samt bara svolítið eins og við byrjuðum í síðasta leik, ég held að fimm fyrstu skotin okkar hafi verið þristar. En svo fórum við að finna Drungilas og Styrmi á póstinum. Þannig varð sóknarleikurinn okkar aðeins fjölbreyttari. Mér fannst við líka ná að loka aðeins betur á sniðskotin þeirra nálægt körfunni svo þetta var ekki eins auðvelt fyrir þá.“ Þórsarar komu virkilega öflugir inn í sóknarfráköstin í þessum leik, en aðspurður sagði Lárus það ekki hafa verið neina sérstaka áherslu, heldur bara part af leik liðsins. „Það á bara að vera partur af okkar DNA, bið förum í sóknarfráköst og ég veit ekki hvað við náðum mörgum í þessum leik. Spurning hversu mörg af þeim skiluðu stigum. En ég held að við höfum náð að þrengja miðjuna hjá þeim. Þeir voru næstum því búnir að vinna okkur með ótrúlegum skotum hérna í lokin.“ Í upphafi seinni hálfleiks skelltu Þór í svæðisvörn sem virtist rugla heimamenn. „Já mér fannst við breyta taktinum en hvort það var svæðið eða eitthvað annað þá skoruðu þeir allavega bara 11 stig í þriðja leikhluta.“ Aðspurður um hversu ískaldur Styrmir Snær Þrastarson var á línunni í lokin hafði Lárus þetta að segja: „Styrmir er frábær vítaskytta. Hann ætti að fá meira frá dómurunum. Það var til dæmis þríbrotið á honum einu sinni þegar hann var á leiðinni að körfunni og hann fékk tæknivillu fyrir að kvarta.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn
Andrúmsloftið var rafmagnað í Mathús Garðabæjar Höllinni í kvöld þegar Þór frá Þórlákshöfn mætti í heimsókn. Heimamenn í Stjörnunni unnu fyrsta leikinn og þess vegna var þetta alger skyldusigur fyrir Þórsara. Tap og þeir væru ansi líklegir í að byrja að bóka sér sólarlandaferðir. Eftir æsispennandi leik þar sem liðin skiptust á að ná forystunni enduðu leikar þannig að Þór vann með fjórum stigum. 90-94. Gríðarlega mikilvægur sigur og Þór aftur komnir með heimavallaryfirhöndina sem þeir töpuðu í fyrsta leiknum. Úr leik Stjörnunnar og Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Bára Dröfn Leikurinn hófst með talsverðum látum Stjörnumegin. Heimamenn spiluðu gríðarlega fastann varnarleik sem virtist fara í taugarnar á Þórsurm sem töpuðu ansi mörgum boltum í upphafi. Það var þó Styrmir Snær Þrastarson sem aðeins róaði taugar gestanna með fimm stigum í röð og breytti stöðunni í 6-5. Garðbæingar höfðu þó frumkvæðið allan fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann með átta stigum 23-15. Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn. Davíð Arnar fór að hitta ásamt því að Adomas Drungilas fór að koma sér nær körfunni eftir ansi margar þriggja stiga tilraunir. Það hentaði vel því þá fóru körfurnar að detta og hlutirnir að opnast fyrir utan í kjölfarið. Í lok leikhlutans smellti Callum Lawson svo niður skoti frá eigin þriggja stiga línu og fóru liðin til búningsherbergja í stöðunni 48-45 fyrir Stjörnuna. Larry Thomas, besti leikmaður Þórs var einungis með tvær skottilraunir í fyrri hálfleik enda hafði Gunnar Ólafsson leikmaður Stjörnunnar fest sig við hann og ekki litið af honum frekar en Örn lítur af bráð sinni. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn, í baráttunni við Hlyn Bæringsson.Vísir/Bára Dröfn Í síðari hálfleik var jafnt á flestum tölum. Vörn Þórs kom virkilega til í þriðja leikhluta þar sem Stjarnan skoraði einungis 11 stig. Þó skoruðu þórsarar ekki nema 17 svo munurinn á liðunum fyrir fjórða leikhlutann var þrjú stig. Veisla í gangi fyrir augað í Garðabænum. Þórsarar tóku strax frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust fljótlega í forystu sem teygði sig mest í 12 stig. Ægir Þór og félagar í Stjörnunni létu þó ekki kveða sig í kútinn og eftir talsverðan darraðadans þar sem Styrmir Snær setti svellkaldur niður víti áttu Stjörnumenn möguleika á að jafna. Þeim tókst þó ekki að koma boltanum inn þremur stigum undir, Lawson stal boltanum og setti niður eitt víti. Þar við sat, 90-94 og staðan 1-1 í einvíginu. Þór ÞorlákshöfnVísir/Bára Dröfn Hvers vegna vann Þór? Áhlaup þórsara í fjórða leikhluta var það sem gerði gæfumuninn. Emil Karel Einarsson var gríðarlega sterkur á kafla í fjórða leikhluta og breytti í raun leiknum úr hnífjöfnum leik yfir í leik þar sem Stjarnan var að elta. Eins og gefur að skilja var munurinn á liðunum ekki mikill enda jafn leikur. Þá munar um að Þór skaut 40% fyrir utan þriggja stiga línuna en Stjarnan aðeins 30%. Hvað gekk vel? Styrmir Snær Þrastarson var enn og aftur frábær í liði Þórs. Hann var að setja skotin sín fyrir utan, komast að hringnum, spilaði frábæra vörn og tók fráköst eins og miðherji. 20 stig og 11 fráköst hjá kappanum unga sem heldur áfram að eiga ótrúlegt gott tímabil eftir að hafa verið í 1. Deildinni á síðasta tímabili. Styrmir Snær [fyrir miðju] í baráttunni við Hlyn Bæringsson og Ægi Þór Steinarsson.Vísir/Bára Dröfn Þá stigu menn eins og Davíð Arnar og Emil Karel virkilega upp þegar að þurfti. Hvað gekk illa? Erlendir leikmenn Stjörnunar, þeir Austin Brodeur og Alexander Lindqvist áttu ekki góðan leik í kvöld. Samalagt skutu þeir boltanum einungis 16 sinnum og þar af skaut Brodeur einungis 6 sinnum og hitti tvisvar. Þeir fráköstuðu ágætlega en þurfa að spila mun betur. Stjarnan í það heila er ekkert sérstaklega gott skotlið, þar munar heldur betur um Mirza Saralija sem hefur lokið keppni þennan veturinn vegna meiðsla. Hvað næst? Leikur þrjú í seríunni fer fram í Þorlákshöfn næstkomandi sunnudag kl 20:15. Liðið sem vinnur þann leik fer langt með einvígið. Styrmir er frábær vítaskytta Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson þjálfari Þórs var ánægður í lok leiks en vissi sem var að serían er bara rétt að byrja. Leikplan Lárusar var að fara meira inn í teiginn en það var kannski ekki alveg tilfellið í upphafi. „Mér fannst leikplanið ganga eftir en við byrjuðum samt bara svolítið eins og við byrjuðum í síðasta leik, ég held að fimm fyrstu skotin okkar hafi verið þristar. En svo fórum við að finna Drungilas og Styrmi á póstinum. Þannig varð sóknarleikurinn okkar aðeins fjölbreyttari. Mér fannst við líka ná að loka aðeins betur á sniðskotin þeirra nálægt körfunni svo þetta var ekki eins auðvelt fyrir þá.“ Þórsarar komu virkilega öflugir inn í sóknarfráköstin í þessum leik, en aðspurður sagði Lárus það ekki hafa verið neina sérstaka áherslu, heldur bara part af leik liðsins. „Það á bara að vera partur af okkar DNA, bið förum í sóknarfráköst og ég veit ekki hvað við náðum mörgum í þessum leik. Spurning hversu mörg af þeim skiluðu stigum. En ég held að við höfum náð að þrengja miðjuna hjá þeim. Þeir voru næstum því búnir að vinna okkur með ótrúlegum skotum hérna í lokin.“ Í upphafi seinni hálfleiks skelltu Þór í svæðisvörn sem virtist rugla heimamenn. „Já mér fannst við breyta taktinum en hvort það var svæðið eða eitthvað annað þá skoruðu þeir allavega bara 11 stig í þriðja leikhluta.“ Aðspurður um hversu ískaldur Styrmir Snær Þrastarson var á línunni í lokin hafði Lárus þetta að segja: „Styrmir er frábær vítaskytta. Hann ætti að fá meira frá dómurunum. Það var til dæmis þríbrotið á honum einu sinni þegar hann var á leiðinni að körfunni og hann fékk tæknivillu fyrir að kvarta.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“