8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 12:03 Rainer Bonhof fagnar sigri vestur-þýska landsliðsins með þeim Uli Hoeneß og Georg Schwarzenbeck en þessi mynd er tekin eftir úrslitaleik HM 1974. Getty/Werner Baum Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. Rainer Bonhof er ekki þekktasta nafnið í fótboltasögunni en hann stóran sess í metabókum Evrópumótsins í knattspyrnu. Rainer Bonhof vann nefnilega alls þrenn verðlaun með vestur-þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu, tvö gull og eitt silfur. Bonhof deilir efsta sætinu yfir flesta EM-titla með tólf leikmönnum úr spænska landsliðinu sem vann Evrópukeppnina 2008 og 2012. Á árunum 1980 til 2012 var hann því sá eini sem hafði unnið Evrópumótið tvisvar sinnum. #UEFAEURORecords Most consecutive finalsRainer Bonhof 1972-1980Winner in 1972 and 1980; finalists in 1976 pic.twitter.com/9SdK4G4gsH— Stickerpedia (@Stickerpedia1) May 28, 2021 Það fylgir samt sögunni að Rainer Bonhof spilaði ekki eina mínútu á Evrópumótunum sem hann vann með Vestur-Þýskaland 1972 og 1980. Hann spilaði aftur á móti með liðinu sem þurfti að sætta sig við tap í vítakeppni í úrslitakeppninni 1976. Þá var þessi öflugi miðjumaður einn af bestu leikmönnum keppninnar. Bonhof var í leikmannahópi Vestur-Þjóðverja sem þurftu bara að spila tvo leiki til að vinna 1976 en léku fjóra leiki í úrslitakeppninni 1980. Í fyrra mótinu sumarið 1972 var Bonhof aðeins tvítugur og hann var yngsti leikmaður vestur-þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1974. Hann spilaði alls 54 landsleiki á ferlinum en þá spilaði hann á árunum 1972 til 1981. Bonhof var leikmaður Borussia Mönchengladbach fyrstu átta ár ferilsins en var leikmaður Valencia á Spáni í aðdraganda Evrópukeppninnar 1980. Eftir hana gerðist hann leikmaður Köln. Hann varð Evrópumeistari með bæði Borussia Mönchengladbach (UEFA-bikarinn 1975) og Valencia (Evrópukeppni bikarhafa 1980). Bonhof kom líka að einum Evrópumeistaratitli í viðbót því hann var aðstoðarmaður Berti Vogts þegar Þýskaland varð Evrópumeistari 1996. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Rainer Bonhof er ekki þekktasta nafnið í fótboltasögunni en hann stóran sess í metabókum Evrópumótsins í knattspyrnu. Rainer Bonhof vann nefnilega alls þrenn verðlaun með vestur-þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu, tvö gull og eitt silfur. Bonhof deilir efsta sætinu yfir flesta EM-titla með tólf leikmönnum úr spænska landsliðinu sem vann Evrópukeppnina 2008 og 2012. Á árunum 1980 til 2012 var hann því sá eini sem hafði unnið Evrópumótið tvisvar sinnum. #UEFAEURORecords Most consecutive finalsRainer Bonhof 1972-1980Winner in 1972 and 1980; finalists in 1976 pic.twitter.com/9SdK4G4gsH— Stickerpedia (@Stickerpedia1) May 28, 2021 Það fylgir samt sögunni að Rainer Bonhof spilaði ekki eina mínútu á Evrópumótunum sem hann vann með Vestur-Þýskaland 1972 og 1980. Hann spilaði aftur á móti með liðinu sem þurfti að sætta sig við tap í vítakeppni í úrslitakeppninni 1976. Þá var þessi öflugi miðjumaður einn af bestu leikmönnum keppninnar. Bonhof var í leikmannahópi Vestur-Þjóðverja sem þurftu bara að spila tvo leiki til að vinna 1976 en léku fjóra leiki í úrslitakeppninni 1980. Í fyrra mótinu sumarið 1972 var Bonhof aðeins tvítugur og hann var yngsti leikmaður vestur-þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1974. Hann spilaði alls 54 landsleiki á ferlinum en þá spilaði hann á árunum 1972 til 1981. Bonhof var leikmaður Borussia Mönchengladbach fyrstu átta ár ferilsins en var leikmaður Valencia á Spáni í aðdraganda Evrópukeppninnar 1980. Eftir hana gerðist hann leikmaður Köln. Hann varð Evrópumeistari með bæði Borussia Mönchengladbach (UEFA-bikarinn 1975) og Valencia (Evrópukeppni bikarhafa 1980). Bonhof kom líka að einum Evrópumeistaratitli í viðbót því hann var aðstoðarmaður Berti Vogts þegar Þýskaland varð Evrópumeistari 1996. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00
10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00