Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 07:31 Luka Doncic fagnar eftir sigurinn á Los Angeles Clippers. getty/Kevork Djansezian Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira