Amanda „framtíðarleikmaður fyrir okkur ef hún velur rétt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 10:00 Amanda Andradóttir gæti reynst góð viðbót við efnilegan hóp sem fyrir er í íslenska landsliðinu. Samsett/Getty/VIF „Að sjálfsögðu viljum við ekki missa svona leikmann,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, um Amöndu Andradóttur sem valin hefur verið í U19-landslið Noregs í fótbolta. Amanda er aðeins 17 ára en hefur byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni með meistaraliði Vålerenga. Hún varði fyrstu árum ævinnar í Noregi þar sem faðir hennar, Andri Sigþórsson, lauk sínum knattspyrnuferli með liði Molde. Móðir Amöndu er hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals hér á landi. Hún hefur leikið 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 10 mörk en einnig haldið tengslum við Noreg og æfði til að mynda með Vålerenga um tíma þegar hún var 13 og 14 ára gömul. Amanda flutti til Danmerkur í fyrra og gekk í raðir Nordsjælland en þaðan fór hún svo til norsku meistaranna undir lok síðasta árs. Klippa: Þorsteinn um Amöndu Knattspyrnufólk má aðeins leika fyrir eitt A-landslið á sínum ferli. Um leið og Amanda spilar mótsleik fyrir Noreg eða Ísland verður því ekki aftur snúið. Næstu mótsleikir A-landsliðanna eru hins vegar ekki fyrr en í undankeppni HM í haust. Þorsteinn valdi í gær 23 A-landsliðskonur til að mæta Írlandi í vináttulandsleikjum 11. og 15. júní á Laugardalsvelli en Amanda er ekki í þeim hópi. „Ég hef ekki verið í sambandi við hana nýlega. Ég talaði við hana í febrúar eða mars. Ég fylgist með öllum leikjum og hún var klárlega ein þeirra sem komu til greina núna. Ég taldi þó ekki rétta tímapunktinn til að velja hana í dag en hún er klárlega áfram inni í myndinni, og framtíðarleikmaður fyrir okkur ef hún velur rétt,“ segir Þorsteinn. Hefði ekki getað æft með íslenska U19-liðinu Þórður Þórðarson, sem KSÍ greindi frá í gær að myndi í sumar hætta sem þjálfari U19-landsliðs kvenna, valdi Amöndu ekki í æfingahóp sem kemur saman á Selfossi 7.-10. júní. Þorsteinn segir eðlilegar skýringar á því þar sem að vegna kórónuveirufaraldursins hefði það ekki gengið upp. Amanda þarf hins vegar ekki að fara yfir nein landamæri til að æfa með U19-landsliði Noregs sem æfir saman 8.-15. júní. Þorsteinn segist ekki vita hvert hugur Amöndu stendur varðandi framtíðina: „Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana í rúma tvo mánuði. En varðandi U19-liðið og af hverju hún var ekki valin í okkar U19-lið þá var bara um að ræða 3-4 daga æfingatörn hér heima, og hún hefði þurft að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins því að U19-liðið verður ekki í búblu. Æfingunum hefði því verið lokið þegar hún losnaði úr sóttkví. Það var nú helsta ástæðan held ég fyrir því að þetta gekk ekki upp. Að sjálfsögðu viljum við ekki missa svona leikmann. Ég ákvað bara að velja hana ekki í A-landsliðið núna og ég verð bara að standa og falla með því,“ segir Þorsteinn en viðtal við hann má sjá hér að ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. 1. júní 2021 15:15 Tveir nýliðar í landsliðshópnum Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Amanda er aðeins 17 ára en hefur byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni með meistaraliði Vålerenga. Hún varði fyrstu árum ævinnar í Noregi þar sem faðir hennar, Andri Sigþórsson, lauk sínum knattspyrnuferli með liði Molde. Móðir Amöndu er hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals hér á landi. Hún hefur leikið 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 10 mörk en einnig haldið tengslum við Noreg og æfði til að mynda með Vålerenga um tíma þegar hún var 13 og 14 ára gömul. Amanda flutti til Danmerkur í fyrra og gekk í raðir Nordsjælland en þaðan fór hún svo til norsku meistaranna undir lok síðasta árs. Klippa: Þorsteinn um Amöndu Knattspyrnufólk má aðeins leika fyrir eitt A-landslið á sínum ferli. Um leið og Amanda spilar mótsleik fyrir Noreg eða Ísland verður því ekki aftur snúið. Næstu mótsleikir A-landsliðanna eru hins vegar ekki fyrr en í undankeppni HM í haust. Þorsteinn valdi í gær 23 A-landsliðskonur til að mæta Írlandi í vináttulandsleikjum 11. og 15. júní á Laugardalsvelli en Amanda er ekki í þeim hópi. „Ég hef ekki verið í sambandi við hana nýlega. Ég talaði við hana í febrúar eða mars. Ég fylgist með öllum leikjum og hún var klárlega ein þeirra sem komu til greina núna. Ég taldi þó ekki rétta tímapunktinn til að velja hana í dag en hún er klárlega áfram inni í myndinni, og framtíðarleikmaður fyrir okkur ef hún velur rétt,“ segir Þorsteinn. Hefði ekki getað æft með íslenska U19-liðinu Þórður Þórðarson, sem KSÍ greindi frá í gær að myndi í sumar hætta sem þjálfari U19-landsliðs kvenna, valdi Amöndu ekki í æfingahóp sem kemur saman á Selfossi 7.-10. júní. Þorsteinn segir eðlilegar skýringar á því þar sem að vegna kórónuveirufaraldursins hefði það ekki gengið upp. Amanda þarf hins vegar ekki að fara yfir nein landamæri til að æfa með U19-landsliði Noregs sem æfir saman 8.-15. júní. Þorsteinn segist ekki vita hvert hugur Amöndu stendur varðandi framtíðina: „Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana í rúma tvo mánuði. En varðandi U19-liðið og af hverju hún var ekki valin í okkar U19-lið þá var bara um að ræða 3-4 daga æfingatörn hér heima, og hún hefði þurft að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins því að U19-liðið verður ekki í búblu. Æfingunum hefði því verið lokið þegar hún losnaði úr sóttkví. Það var nú helsta ástæðan held ég fyrir því að þetta gekk ekki upp. Að sjálfsögðu viljum við ekki missa svona leikmann. Ég ákvað bara að velja hana ekki í A-landsliðið núna og ég verð bara að standa og falla með því,“ segir Þorsteinn en viðtal við hann má sjá hér að ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. 1. júní 2021 15:15 Tveir nýliðar í landsliðshópnum Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. 1. júní 2021 15:15
Tveir nýliðar í landsliðshópnum Tveir leikmenn sem ekki hafa leikið landsleik eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli síðan í mánuðinum. 1. júní 2021 13:07