NBA dagsins: Jazzarar ætla ekki að brenna sig á því sama og í búbblunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Mike Conley og Jordan Clarkson fagna í Memphis í nótt. getty/Justin Ford Utah Jazz ætlar ekki að endurtaka mistökin frá því í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í fyrra. Utah sigraði Memphis Grizzlies, 113-120, í nótt og komst þar með í 3-1 í einvígi liðanna. Utah var einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Denver Nuggets í úrslitakeppninni í fyrra en tapaði þremur síðustu leikjunum og féll úr leik. „Við munum að sjálfsögðu eftir tilfinningunni frá síðasta tímabili og viljum ekki upplifa hana aftur,“ sagði Mike Conley, leikstjórnandi Utah. „Vonandi höldum við einbeitingu og köstum þessu ekki frá okkur eins og í fyrra. Við þurfum að klára dæmið á heimavelli og held að við séum staðráðnir í því,“ bætti Conley við. Í fyrra fór úrslitakeppnin öll fram í svokallaðri búbblu í Orlando án áhorfanda. Núna verður Utah hins vegar með heimavallarrétt í öllum einvígum þar sem liðið var með bestan árangur í NBA í vetur. Donovan Mitchell virðist vera búinn að jafna sig af meiðslum og skoraði þrjátíu stig fyrir Utah í nótt. Jordan Clarkson, besti sjötti leikmaður tímabilsins, skoraði 24 stig og Rudy Gobert var með sautján stig og átta fráköst. Ja Morant fór fyrir Memphis með 23 stigum og tólf stoðsendingum. Dillon Brooks og Jaren Jackson skoruðu 21 stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Memphis og Utah sem og leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 1. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Utah sigraði Memphis Grizzlies, 113-120, í nótt og komst þar með í 3-1 í einvígi liðanna. Utah var einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Denver Nuggets í úrslitakeppninni í fyrra en tapaði þremur síðustu leikjunum og féll úr leik. „Við munum að sjálfsögðu eftir tilfinningunni frá síðasta tímabili og viljum ekki upplifa hana aftur,“ sagði Mike Conley, leikstjórnandi Utah. „Vonandi höldum við einbeitingu og köstum þessu ekki frá okkur eins og í fyrra. Við þurfum að klára dæmið á heimavelli og held að við séum staðráðnir í því,“ bætti Conley við. Í fyrra fór úrslitakeppnin öll fram í svokallaðri búbblu í Orlando án áhorfanda. Núna verður Utah hins vegar með heimavallarrétt í öllum einvígum þar sem liðið var með bestan árangur í NBA í vetur. Donovan Mitchell virðist vera búinn að jafna sig af meiðslum og skoraði þrjátíu stig fyrir Utah í nótt. Jordan Clarkson, besti sjötti leikmaður tímabilsins, skoraði 24 stig og Rudy Gobert var með sautján stig og átta fráköst. Ja Morant fór fyrir Memphis með 23 stigum og tólf stoðsendingum. Dillon Brooks og Jaren Jackson skoruðu 21 stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Memphis og Utah sem og leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 1. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira