Veitan og Hansa gefa út nýtt lag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:30 Ég syng um langa listann minn, líf mitt þessa dagana. Þá stillist kvíðastingurinn og staðan, ég mun lag´ana, syngur Hansa í laginu Það sem þarf að gera. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, betur þekkt sem Hansa, var að gefa út lag með hljómlistahópnum Veitunni. Laginu Það sem gera þarf fyrir líka skemmtilegt myndband þar sem koma fyrir mörg kunnuleg andlit. Veitan er hópur hljómlistarmanna, tveir upptökustjórar og lagasmiður, sem spila allir á hin ýmsu hljóðfæri. Veitan fær valda söngvara til liðs við sig. Að þessu sinni er það söngleikjastjarnan Hansa sem kemur til liðs við hópinn en hún er meðal annars þekkt fyrir aðalhlutverkin í Mary Poppins, Mamma Mia og Chicago. Textinn er eftir Halldór Gunnarsson úr Þokkabót en um leikstjórn myndbandsins sáu Sölvi Viggóson Dýrfjörð, Ágúst Örn Børgesson Wigum, Steinunn Lóa Magnúsdóttir og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir. Í myndbandinu koma meðal annars fram Patrekur Jamie og Edda Björgvins. Myndbandið við lagið Það sem gera þarf má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. ÞAÐ SEM GERA ÞARF Ég þarf að semja þetta lag því þörf er nú að slaka á. Ég þarf svo margt að drífa í dag og dagsverk þetta er ekkert smá. Ég syng um langa listann minn, líf mitt þessa dagana. Þá stillist kvíðastingurinn og staðan, ég mun lag´ana. Já, það þarf að þjóta um allt, í þúsund hluti að spá. Borga hér og borga þar, bollaleggja og slá. Leggja rækt við ræktina og rækta garðinn sinn. Fara vel með fjárhaginn og fara ekki í spinn. Það þarf að þvo upp diskana og þarf að klippa strákana. Athuga með rennuna og kaupa nýja gólflista Panta meiri málningu og muna að skipta á rúminu Taka til í holinu og taka af eldhúsborðinu. Já, það þarf að kaupa þurrkublöð og þrifa bílinn sinn. Fara í búð og borga inn á bankareikninginn. Fara yfir fjármálin og fá sér nýja skó. Skipuleggja skúffurnar og skipta um rafmagnskló. Líf mitt kemst í lag ef ljúka þessu næ. Strikist eitthvað út, annað strax ég fæ. Já, það þarf að passa peningana og pjatt er út í hött. Ég lýsi eftir ljósaperu í lagi, hundrað vött. Að æðibunast endalaust er á við ævistarf. En þetta er nú þannig séð, það sem gera þarf. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Veitan er hópur hljómlistarmanna, tveir upptökustjórar og lagasmiður, sem spila allir á hin ýmsu hljóðfæri. Veitan fær valda söngvara til liðs við sig. Að þessu sinni er það söngleikjastjarnan Hansa sem kemur til liðs við hópinn en hún er meðal annars þekkt fyrir aðalhlutverkin í Mary Poppins, Mamma Mia og Chicago. Textinn er eftir Halldór Gunnarsson úr Þokkabót en um leikstjórn myndbandsins sáu Sölvi Viggóson Dýrfjörð, Ágúst Örn Børgesson Wigum, Steinunn Lóa Magnúsdóttir og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir. Í myndbandinu koma meðal annars fram Patrekur Jamie og Edda Björgvins. Myndbandið við lagið Það sem gera þarf má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. ÞAÐ SEM GERA ÞARF Ég þarf að semja þetta lag því þörf er nú að slaka á. Ég þarf svo margt að drífa í dag og dagsverk þetta er ekkert smá. Ég syng um langa listann minn, líf mitt þessa dagana. Þá stillist kvíðastingurinn og staðan, ég mun lag´ana. Já, það þarf að þjóta um allt, í þúsund hluti að spá. Borga hér og borga þar, bollaleggja og slá. Leggja rækt við ræktina og rækta garðinn sinn. Fara vel með fjárhaginn og fara ekki í spinn. Það þarf að þvo upp diskana og þarf að klippa strákana. Athuga með rennuna og kaupa nýja gólflista Panta meiri málningu og muna að skipta á rúminu Taka til í holinu og taka af eldhúsborðinu. Já, það þarf að kaupa þurrkublöð og þrifa bílinn sinn. Fara í búð og borga inn á bankareikninginn. Fara yfir fjármálin og fá sér nýja skó. Skipuleggja skúffurnar og skipta um rafmagnskló. Líf mitt kemst í lag ef ljúka þessu næ. Strikist eitthvað út, annað strax ég fæ. Já, það þarf að passa peningana og pjatt er út í hött. Ég lýsi eftir ljósaperu í lagi, hundrað vött. Að æðibunast endalaust er á við ævistarf. En þetta er nú þannig séð, það sem gera þarf.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira