Fótbolti

Real Madrid vill fá Ancelotti aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlo Ancelotti gerði Real Madrid að Evrópumeisturum 2014.
Carlo Ancelotti gerði Real Madrid að Evrópumeisturum 2014. getty/Alex Livesey

Real Madrid vill fá Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Everton, til að taka við liðinu.

Real Madrid er í stjóraleit eftir að Zinedine Zidane sagði upp störfum í síðustu viku. Í opnu bréfi sem birtist í AS í gær sagði Zidane að Real Madrid hefði ekki stutt nógu vel við bakið á sér og því hafi hann ákveðið að stíga frá borði. 

Ancelotti stýrði Real Madrid á árunum 2013-15 og gerði liðið að Evrópumeisturum og bikarmeisturum 2014. Ef marka má fréttir spænskra fjölmiðla vill Real Madrid nú fá Ítalann aftur og á í viðræðum við hann.

Ancelotti hefur stýrt Everton síðan í desember 2019. Á síðasta tímabili endaði liðið í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við Real Madrid má nefna Antonio Conte, fráfarandi stjóra Inter, og Raúl González, fyrrverandi leikmann Real Madrid.

Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og vann engan titil í fyrsta sinn í ellefu ár.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×