Áhorfendur í NBA halda áfram að haga sér eins og kjánar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 20:15 Dwight Howard, miðherji Philadelphia 76ers, horfir á áhorfandann sem gerði sér ferð inn á völlinn í leiknum gegn Washington Wizards í Capitol One höllinni í nótt. getty/Tim Nwachukwu Áhorfandi hljóp inn á völlinn, stökk upp og snerti spjaldið í leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta hljóp áhorfandi niður nokkrar sætaraðir í Capitol One höllinni í Washington, inn á völlinn og snerti spjaldið þegar heimamenn voru að fara í sókn. Einn dómaranna tók eftir áhorfandanum og stöðvaði leikinn. Öryggisverðir í höllinni tækluðu svo manninn og hann var í kjölfarið handtekinn. Þetta er enn eitt dæmið um fáránlega hegðun áhorfenda í úrslitakeppni NBA undanfarna daga. Í gær var stuðningsmaður Boston Celtics handtekinn fyrir að kasta flösku í átt að Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets. Þá sturtaði stuðningsmaður Philadelphia poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og stuðningsmenn Utah Jazz hrópuðu ókvæðisorð og beittu fjölskyldu Jas Morant hjá Memphis Grizzlies kynþáttaníði. „Þetta er ekki leikur eða eitthvað rugl. Þú getur ekki bara gert það sem þú vilt og hlaupið um. Þetta er vinnan okkar og við tökum henni mjög alvarlega,“ sagði Westbrook eftir leikinn í nótt sem Washington vann, 122-114. Áhorfendinn sem fann hjá sér þessa knýjandi þörf til að hlaupa inn á völlinn verður væntanlega kærður fyrir framkomu sína og settur í bann frá heimaleikjum Washington í framtíðinni. Staðan í einvígi Washington og Philadelphia er 3-1, Sixers í vil. Næsti leikur liðanna er í Philadelphia. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn